Lífið

Hannes henti öllu drasli og bjó sér til bíósal

Stefán Árni Pálsson skrifar
Geymslunni breytt í bíósal.
Geymslunni breytt í bíósal.

„Þetta var geymsla þegar ég kaupi og það var bara sett teppi á gólfið, málað svart og keyptur einn og einn stóll úr Húsgagnahöllinni,“ segir stjörnufasteignasalinn Hannes Steindórsson en Sindri Sindrason leit við hjá honum í síðasta Heimsóknarþætti.

Hannes er með sinn eigin bíósal í húsinu sínu í Salahverfinu í Kópavoginum.

„Í staðinn fyrir að hafa þetta troðfullt af einhverju drasli þá henti ég bara öllu drasli, málaði þetta og gerði huggulegt. Svo er þetta bara beisik, myndvarpi og einhverjar gamlar hljómflutningsgræjur sem ég átti. Ég nota þetta mikið. Hérna horfir maður á fótboltaleiki. Ég er pýnu nörd og mér finnst gaman að finna einhverja gamla góða mynd, setja hana í tækið og fá mér popp,“ segir Hannes en hér að neðan má sjá brot úr síðasta Heimsóknarþætti.

Klippa: Bíósalur Hannesar Steindórs





Fleiri fréttir

Sjá meira


×