Segir að United kaupi bara Sancho í sumar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2021 13:30 Jadon Sancho gengur í raðir Manchester United í sumar segir Gary Neville. getty/Alex Gottschalk Gary Neville á ekki von á því að Manchester United láti mikið til sín taka á félagaskiptamarkaðnum í sumar og félagið láti sér nægja að kaupa Jadon Sancho frá Borussia Dortmund. Edinson Cavani skrifaði í gær undir nýjan eins árs samning við United. Neville segir að það þýði að félagið muni því ekki kaupa framherja í sumar. Erling Håland og Harry Kane hafa meðal annars verið orðaðir við United. „Ég held þeir muni ekki kaupa annan framherja. Ég hef reyndar ekki sömu sambönd við félagið og áður en ég held að þetta verði svona,“ sagði Neville í Monday Night Football á Sky Sports í gær. United reyndi að fá Sancho síðasta sumar en hann hélt kyrru fyrir hjá Dortmund. Hann gæti hins vegar fengist á mun hagstæðara verði í sumar. „Þeir hafa ólmir viljað fá Sancho og voru gagnrýndir fyrir að kaupa hann ekki. En þeir líta mjög vel út ef þeir fá hann fyrir helmingi lægra verð,“ sagði Neville. Hann segir að Cavani og Mason Greenwood verði aðalframherjar United á næsta tímabili. „Ef United kaupir til dæmis bæði Kane og Sancho hvenær mun Cavani spila? Heldur Greenwood áfram að bæta sig? Hvað verður um [Marcus] Rashford? Hvar passar [Paul] Pogba inn?“ sagði Neville. „Ef Sancho kemur verður hann á hægri kantinum og með Greenwood til vara. Frammi ertu með Cavani og Greenwood og þeir vilja að sá síðarnefndi haldi áfram að blómstra því hann er frábær. Á vinstri kantinum ertu svo með Rashford og [Anthony] Martial. Ég að það að fá Håland eða Kane virki ekki fyrir Manchester United miðað við hvernig þeir hafa keypt inn síðustu ár. Ég held þeir kaupi Sancho og láti það duga.“ United mætir Leicester City á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. United sækir svo Liverpool heim á fimmtudaginn. Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Edinson Cavani skrifaði í gær undir nýjan eins árs samning við United. Neville segir að það þýði að félagið muni því ekki kaupa framherja í sumar. Erling Håland og Harry Kane hafa meðal annars verið orðaðir við United. „Ég held þeir muni ekki kaupa annan framherja. Ég hef reyndar ekki sömu sambönd við félagið og áður en ég held að þetta verði svona,“ sagði Neville í Monday Night Football á Sky Sports í gær. United reyndi að fá Sancho síðasta sumar en hann hélt kyrru fyrir hjá Dortmund. Hann gæti hins vegar fengist á mun hagstæðara verði í sumar. „Þeir hafa ólmir viljað fá Sancho og voru gagnrýndir fyrir að kaupa hann ekki. En þeir líta mjög vel út ef þeir fá hann fyrir helmingi lægra verð,“ sagði Neville. Hann segir að Cavani og Mason Greenwood verði aðalframherjar United á næsta tímabili. „Ef United kaupir til dæmis bæði Kane og Sancho hvenær mun Cavani spila? Heldur Greenwood áfram að bæta sig? Hvað verður um [Marcus] Rashford? Hvar passar [Paul] Pogba inn?“ sagði Neville. „Ef Sancho kemur verður hann á hægri kantinum og með Greenwood til vara. Frammi ertu með Cavani og Greenwood og þeir vilja að sá síðarnefndi haldi áfram að blómstra því hann er frábær. Á vinstri kantinum ertu svo með Rashford og [Anthony] Martial. Ég að það að fá Håland eða Kane virki ekki fyrir Manchester United miðað við hvernig þeir hafa keypt inn síðustu ár. Ég held þeir kaupi Sancho og láti það duga.“ United mætir Leicester City á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. United sækir svo Liverpool heim á fimmtudaginn.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira