Ásakanir um sýndarmennsku í auðlindaumræðu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. maí 2021 14:02 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tókust nokkuð harkalega á um auðlindaákvæðið á Alþingi í dag með frammíköllum undir ræðum hvorrar annarrar. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma rakti Þorgerður stöðu sjávarútvegsins hér á landi og sagði nauðsynlegt að sólunda ekki tækifærinu sem felist í breytingum á auðlindákvæði stjórnarskrárinnar. „Það blasir við hversu nauðsynlegt það er að sólunda einmitt núna ekki þessi tækifæri, að festa rækilega í sessi eignarhald þjóðarinnar yfir auðlindinni og koma í veg fyrir enn frekari ítök hagsmunaafla sem ráða hér of miklu í okkar samfélagi eins og bent hefur verið á, af meðal annars seðlabankastjóra. Tímabinding réttinda aðgangsins að auðlindinni er algjört lykilatriði,“ sagði Þorgerður. Katrín sagði skýrt í ákvæðinu sem hún lagði fram að heimildirnar verði ekki afhentar varanlega. Í greinargerð frumvarpsins komi fram að það merki að þær séu annað hvort tímabundnar eða uppsegjanlegar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.vísir/Vilhelm Þorgerður sagði ákvæðið sýndarmennsku. „Auðlindaákvæðið breytir engu, breytir akkúrat engu og það er þessi sýndarmennska sem ég er að tala um þegar verið er að setja fram auðlindaákvæði sem ekkert bit er í,“ sagði Þorgerður. Tryggja eigi gagnsæi og dreifða eignaraðild. „Við þurfum að tryggja tímabindingu þannig að þjóðin hafi ótvírætt forræði yfir auðlindinni, ekki afhenda hana með einhverjum loðnum hætti til sjávarútvegsins til lengri tíma. Ég er þeirrar skoðunar að auðlindaákvæðið sem núna liggur fyrir, að það gefi íslenskum almenningi lítið sem ekkert og hrófli ekki við neinu,“ sagði Þorgerður undir bjölluglamri forseta Alþingis sem minnti rækilega á að ræðutími væri liðinn. Katrín sagði stórmál að undirstrika rétt íslensku þjóðarinnar til auðlinda sinna í stjórnarskrá.-. „Það er sýndarmennska að halda öðru fram,“ sagði Katrín. Ljóst er að deilan um auðlindaákvæðið er ekki útkláð en Katrín og Þorgerður héldu samtali sínu áfram þvert yfir salinn eftir að fyrirspurninni hafði verið svarað og sá Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþigis, sig knúinn til þess að biðja um hljóð. Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnartíma rakti Þorgerður stöðu sjávarútvegsins hér á landi og sagði nauðsynlegt að sólunda ekki tækifærinu sem felist í breytingum á auðlindákvæði stjórnarskrárinnar. „Það blasir við hversu nauðsynlegt það er að sólunda einmitt núna ekki þessi tækifæri, að festa rækilega í sessi eignarhald þjóðarinnar yfir auðlindinni og koma í veg fyrir enn frekari ítök hagsmunaafla sem ráða hér of miklu í okkar samfélagi eins og bent hefur verið á, af meðal annars seðlabankastjóra. Tímabinding réttinda aðgangsins að auðlindinni er algjört lykilatriði,“ sagði Þorgerður. Katrín sagði skýrt í ákvæðinu sem hún lagði fram að heimildirnar verði ekki afhentar varanlega. Í greinargerð frumvarpsins komi fram að það merki að þær séu annað hvort tímabundnar eða uppsegjanlegar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.vísir/Vilhelm Þorgerður sagði ákvæðið sýndarmennsku. „Auðlindaákvæðið breytir engu, breytir akkúrat engu og það er þessi sýndarmennska sem ég er að tala um þegar verið er að setja fram auðlindaákvæði sem ekkert bit er í,“ sagði Þorgerður. Tryggja eigi gagnsæi og dreifða eignaraðild. „Við þurfum að tryggja tímabindingu þannig að þjóðin hafi ótvírætt forræði yfir auðlindinni, ekki afhenda hana með einhverjum loðnum hætti til sjávarútvegsins til lengri tíma. Ég er þeirrar skoðunar að auðlindaákvæðið sem núna liggur fyrir, að það gefi íslenskum almenningi lítið sem ekkert og hrófli ekki við neinu,“ sagði Þorgerður undir bjölluglamri forseta Alþingis sem minnti rækilega á að ræðutími væri liðinn. Katrín sagði stórmál að undirstrika rétt íslensku þjóðarinnar til auðlinda sinna í stjórnarskrá.-. „Það er sýndarmennska að halda öðru fram,“ sagði Katrín. Ljóst er að deilan um auðlindaákvæðið er ekki útkláð en Katrín og Þorgerður héldu samtali sínu áfram þvert yfir salinn eftir að fyrirspurninni hafði verið svarað og sá Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþigis, sig knúinn til þess að biðja um hljóð.
Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira