Innlent

Tveir komnir á gjörgæslu sem greindust á síðasta sólarhring

Snorri Másson skrifar
Af 100 veikum af Covid-19 á Íslandi eru tveir á sjúkrahúsi, báðir á gjörgæsludeild.
Af 100 veikum af Covid-19 á Íslandi eru tveir á sjúkrahúsi, báðir á gjörgæsludeild. Vísir/Vilhelm

Tveir sjúklingar liggja á gjörgæslu á Landspítalanum með Covid-19. Þeir greindust báðir með veiruna á síðasta sólarhring, segir Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómadeildar.

Þórólfur Guðnason hefur sagt að sá eini sem greindist utan sóttkvíar í gær liggi nú á gjörgæslu. Það mun vera annar tveggja umræddra sjúklinga og gefur til kynna að hinn sem er á gjörgæslu sé talinn hafa verið kominn í sóttkví fyrir greiningu.

Þórólfur segir við mbl.is að sá sem greinst hafi utan sóttkvíar í gær sé í öndunarvél og að þar af leiðandi sé flókið að afla upplýsinga um ferðir hans undanfarna daga.

Fleiri eru ekki á sjúkrahúsi vegna Covid-19 á Íslandi en 100 eru í einangrun vegna sýkingar. Fimm greindust innanlands í gær.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.