Lífið

Rassinn úti á Prikinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Halldóra Mogensen, þingmaður, lenti í miklum vandræðum eitt sinn á Prikinu.
Halldóra Mogensen, þingmaður, lenti í miklum vandræðum eitt sinn á Prikinu.

Þá er komið að lokaþættinum í Einkalífinu fyrir sumarfrí. Alls mættu átta gestir í þáttinn eftir áramót og fengu allir sömu spurninguna eftir að tökum lauk.

Gestirnir átta voru þau: Bjarni Benediktsson, Unnur Eggertsdóttir, Ebba Guðný Guðmundsdóttir, Logi Pedro Stefánsson, Patrekur Jaime, Halldóra Mogensen og Jóhannes Ásbjörnsson.

Spurningin var einföld og hljóðaði svona: Það vandræðalegasta sem þú hefur lent í?

Svörin voru fjölbreytt og nokkuð spaugileg.

Halldóra Mogensen sagði mjög vandræðalega sögu þegar hún var eitt sinn á djamminu á Prikinu og lenti í vandræðum með kjólinn sinn í miðjum dansi. Með þeim afleiðingum að allt í einu stóð hún með rassinn út í loftið á miðju dansgólfi.

Hér að neðan má hlusta á fleiri mjög vandræðalegar sögur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.