Brjóstagjöf, fyrirsætur og sjúkrabílar á gosstöðvunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2021 13:47 Áhrifavaldur í myndatöku og björgunarsveitarmaður með gasgrímu við gosstöðvarnar um helgina. Vísir/Vilhelm Mikil veðurblíða var á suðvesturhorni landsins um helgina og varð það til þess að fólk streymdi að gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina. Fólk virtist mishrætt við mengunina við gosstöðvarnar í gær. Hér má sjá móður gefa barni sínu brjóst og björgunarsveitarmann með gasgrímu.Vísir/Vilhelm Mikið gekk á á gosstöðvunum en Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á svæðinu og náði tilkomumiklum myndum á svæðinu. Á föstudagskvöld voru tveir fluttir af gossvæðinu og var annar þeirra fluttur á brott með sjúkrabíl. Mikil mengun mældist við gosið og fundu margir fyrir sviða í augum og öndunarfærum vegna mengunarinnar. Sums staðar mældist magn brennisteinsdíoxíðs (SO2) allt að 15 kg/s sem telst mjög hátt gildi. Þá varð töluverð breyting á gosinu skömmu fyrir miðnætti á föstudag. Um er að ræða einhvers konar þrýstingsbreytingu sem lýsir sér þannig að virknin minnkar í tvær mínútur í senn og rýkur svo upp. Gosstrókinn mátti sjá langar leiðir og sást hann greinilega á höfuðborgarsvæðinu. Kvikustrókar rjúka upp allt að 200 til 300 metra frá hrauntjörninni. Kvikustrókurinn rýkur allt að 200 til 300 metra upp í loft.Vísir/Vilhelm Þá mættust hrauntungurnar í Merardölum á föstudag og lokuðu þar með vegi sem björgunarsveitarmenn og aðrir hafa notað. Gríðarlegur hiti var við gosstöðvarnar um helgina, og er ennþá, og vart hefur orðið við gróðurelda. Hættusvæðið í kring um gosstöðvarnar var endurmetið og er nú biðlað til fólks að halda sig í að minnsta kosti 500 metra fjarlægð. Von er á nýju hættumati seinna í dag fyrir svæðið. Þá sagði Elísabet Árnadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu í gær að ekki sé útilokað að hitinn og gróðurbruninn sé einhvers konar undanfari nýrrar sprungu, þó ekki sé víst að svo sé. Gosmökkurinn sést langar leiðir en reykinn má að einhverju leyti skýra með gróðureldum sem kviknað hafa vegna hitans við gosstöðvarnar.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir þurftu um klukkan fjögur í gær að rýma svæðið allra næst gosstöðvunum bæði vegna aukinnar gasmengunar og gjóskufalls á svæðinu. Tveir gikkskjálftar riðu yfir svæðið í nótt um þrjá kílómetra vestur af Kleifarvatni. Skjálftarnir voru 3,2 og 2,8 að stærð og fundust þeir vel á höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum um helgina.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarfólk var með mikla viðveru í Geldingadölum um helgina.Vísir/Vilhelm Mikil mengun var á gossvæðinu um helgina og þurftu björgunarsveitarmenn að vísa fólki af svæðinu. Vísir/Vilhelm Veðurblíðan varð ekki til þess að fólk forðaðist eldgosið um helgina.Vísir/Vilhelm Mikill hiti er á svæðinu sem valdið hefur gróðureldum.Vísir/Vilhelm Stórir kvikustrókar hafa sést langar leiðir.Vísir/Vilhelm Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Eldgosið hagar sér nú eins og goshver Nýtt hættumat verður gefið út fyrir svæðið í Geldingadal í dag en kvika frá gíg hefur rignt yfir svæði þar sem fólk hefur haldið sig. Eini virki gígurinn í Geldingadölum hagar sér eins og goshver að sögn náttúruvársérfæðings. Tveir gikkskjálftar voru við Kleifarvatn í nótt. 3. maí 2021 12:05 Gosið til umfjöllunar í 60 Minutes Bill Whitaker, fréttamaður 60 Minutes, er staddur á Íslandi og vinnur ásamt teymi sínu að umfjöllun um eldgosið í Geldingadölum. 2. maí 2021 21:08 Stóðu orðlaus og horfðu á hraunstrókinn „Ég er enn að ná mér niður, þetta var svo ruglað,“ segir Sólný Pálsdóttir, sem var stödd við eldgosið í Geldingadölum seint í gærkvöldi þegar hraunstrókar stóðu með hléum upp úr virka gígnum á svæðinu. 2. maí 2021 14:24 Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Fólk virtist mishrætt við mengunina við gosstöðvarnar í gær. Hér má sjá móður gefa barni sínu brjóst og björgunarsveitarmann með gasgrímu.Vísir/Vilhelm Mikið gekk á á gosstöðvunum en Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á svæðinu og náði tilkomumiklum myndum á svæðinu. Á föstudagskvöld voru tveir fluttir af gossvæðinu og var annar þeirra fluttur á brott með sjúkrabíl. Mikil mengun mældist við gosið og fundu margir fyrir sviða í augum og öndunarfærum vegna mengunarinnar. Sums staðar mældist magn brennisteinsdíoxíðs (SO2) allt að 15 kg/s sem telst mjög hátt gildi. Þá varð töluverð breyting á gosinu skömmu fyrir miðnætti á föstudag. Um er að ræða einhvers konar þrýstingsbreytingu sem lýsir sér þannig að virknin minnkar í tvær mínútur í senn og rýkur svo upp. Gosstrókinn mátti sjá langar leiðir og sást hann greinilega á höfuðborgarsvæðinu. Kvikustrókar rjúka upp allt að 200 til 300 metra frá hrauntjörninni. Kvikustrókurinn rýkur allt að 200 til 300 metra upp í loft.Vísir/Vilhelm Þá mættust hrauntungurnar í Merardölum á föstudag og lokuðu þar með vegi sem björgunarsveitarmenn og aðrir hafa notað. Gríðarlegur hiti var við gosstöðvarnar um helgina, og er ennþá, og vart hefur orðið við gróðurelda. Hættusvæðið í kring um gosstöðvarnar var endurmetið og er nú biðlað til fólks að halda sig í að minnsta kosti 500 metra fjarlægð. Von er á nýju hættumati seinna í dag fyrir svæðið. Þá sagði Elísabet Árnadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu í gær að ekki sé útilokað að hitinn og gróðurbruninn sé einhvers konar undanfari nýrrar sprungu, þó ekki sé víst að svo sé. Gosmökkurinn sést langar leiðir en reykinn má að einhverju leyti skýra með gróðureldum sem kviknað hafa vegna hitans við gosstöðvarnar.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir þurftu um klukkan fjögur í gær að rýma svæðið allra næst gosstöðvunum bæði vegna aukinnar gasmengunar og gjóskufalls á svæðinu. Tveir gikkskjálftar riðu yfir svæðið í nótt um þrjá kílómetra vestur af Kleifarvatni. Skjálftarnir voru 3,2 og 2,8 að stærð og fundust þeir vel á höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum um helgina.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarfólk var með mikla viðveru í Geldingadölum um helgina.Vísir/Vilhelm Mikil mengun var á gossvæðinu um helgina og þurftu björgunarsveitarmenn að vísa fólki af svæðinu. Vísir/Vilhelm Veðurblíðan varð ekki til þess að fólk forðaðist eldgosið um helgina.Vísir/Vilhelm Mikill hiti er á svæðinu sem valdið hefur gróðureldum.Vísir/Vilhelm Stórir kvikustrókar hafa sést langar leiðir.Vísir/Vilhelm
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Eldgosið hagar sér nú eins og goshver Nýtt hættumat verður gefið út fyrir svæðið í Geldingadal í dag en kvika frá gíg hefur rignt yfir svæði þar sem fólk hefur haldið sig. Eini virki gígurinn í Geldingadölum hagar sér eins og goshver að sögn náttúruvársérfæðings. Tveir gikkskjálftar voru við Kleifarvatn í nótt. 3. maí 2021 12:05 Gosið til umfjöllunar í 60 Minutes Bill Whitaker, fréttamaður 60 Minutes, er staddur á Íslandi og vinnur ásamt teymi sínu að umfjöllun um eldgosið í Geldingadölum. 2. maí 2021 21:08 Stóðu orðlaus og horfðu á hraunstrókinn „Ég er enn að ná mér niður, þetta var svo ruglað,“ segir Sólný Pálsdóttir, sem var stödd við eldgosið í Geldingadölum seint í gærkvöldi þegar hraunstrókar stóðu með hléum upp úr virka gígnum á svæðinu. 2. maí 2021 14:24 Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Eldgosið hagar sér nú eins og goshver Nýtt hættumat verður gefið út fyrir svæðið í Geldingadal í dag en kvika frá gíg hefur rignt yfir svæði þar sem fólk hefur haldið sig. Eini virki gígurinn í Geldingadölum hagar sér eins og goshver að sögn náttúruvársérfæðings. Tveir gikkskjálftar voru við Kleifarvatn í nótt. 3. maí 2021 12:05
Gosið til umfjöllunar í 60 Minutes Bill Whitaker, fréttamaður 60 Minutes, er staddur á Íslandi og vinnur ásamt teymi sínu að umfjöllun um eldgosið í Geldingadölum. 2. maí 2021 21:08
Stóðu orðlaus og horfðu á hraunstrókinn „Ég er enn að ná mér niður, þetta var svo ruglað,“ segir Sólný Pálsdóttir, sem var stödd við eldgosið í Geldingadölum seint í gærkvöldi þegar hraunstrókar stóðu með hléum upp úr virka gígnum á svæðinu. 2. maí 2021 14:24