Brjóstagjöf, fyrirsætur og sjúkrabílar á gosstöðvunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2021 13:47 Áhrifavaldur í myndatöku og björgunarsveitarmaður með gasgrímu við gosstöðvarnar um helgina. Vísir/Vilhelm Mikil veðurblíða var á suðvesturhorni landsins um helgina og varð það til þess að fólk streymdi að gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina. Fólk virtist mishrætt við mengunina við gosstöðvarnar í gær. Hér má sjá móður gefa barni sínu brjóst og björgunarsveitarmann með gasgrímu.Vísir/Vilhelm Mikið gekk á á gosstöðvunum en Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á svæðinu og náði tilkomumiklum myndum á svæðinu. Á föstudagskvöld voru tveir fluttir af gossvæðinu og var annar þeirra fluttur á brott með sjúkrabíl. Mikil mengun mældist við gosið og fundu margir fyrir sviða í augum og öndunarfærum vegna mengunarinnar. Sums staðar mældist magn brennisteinsdíoxíðs (SO2) allt að 15 kg/s sem telst mjög hátt gildi. Þá varð töluverð breyting á gosinu skömmu fyrir miðnætti á föstudag. Um er að ræða einhvers konar þrýstingsbreytingu sem lýsir sér þannig að virknin minnkar í tvær mínútur í senn og rýkur svo upp. Gosstrókinn mátti sjá langar leiðir og sást hann greinilega á höfuðborgarsvæðinu. Kvikustrókar rjúka upp allt að 200 til 300 metra frá hrauntjörninni. Kvikustrókurinn rýkur allt að 200 til 300 metra upp í loft.Vísir/Vilhelm Þá mættust hrauntungurnar í Merardölum á föstudag og lokuðu þar með vegi sem björgunarsveitarmenn og aðrir hafa notað. Gríðarlegur hiti var við gosstöðvarnar um helgina, og er ennþá, og vart hefur orðið við gróðurelda. Hættusvæðið í kring um gosstöðvarnar var endurmetið og er nú biðlað til fólks að halda sig í að minnsta kosti 500 metra fjarlægð. Von er á nýju hættumati seinna í dag fyrir svæðið. Þá sagði Elísabet Árnadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu í gær að ekki sé útilokað að hitinn og gróðurbruninn sé einhvers konar undanfari nýrrar sprungu, þó ekki sé víst að svo sé. Gosmökkurinn sést langar leiðir en reykinn má að einhverju leyti skýra með gróðureldum sem kviknað hafa vegna hitans við gosstöðvarnar.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir þurftu um klukkan fjögur í gær að rýma svæðið allra næst gosstöðvunum bæði vegna aukinnar gasmengunar og gjóskufalls á svæðinu. Tveir gikkskjálftar riðu yfir svæðið í nótt um þrjá kílómetra vestur af Kleifarvatni. Skjálftarnir voru 3,2 og 2,8 að stærð og fundust þeir vel á höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum um helgina.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarfólk var með mikla viðveru í Geldingadölum um helgina.Vísir/Vilhelm Mikil mengun var á gossvæðinu um helgina og þurftu björgunarsveitarmenn að vísa fólki af svæðinu. Vísir/Vilhelm Veðurblíðan varð ekki til þess að fólk forðaðist eldgosið um helgina.Vísir/Vilhelm Mikill hiti er á svæðinu sem valdið hefur gróðureldum.Vísir/Vilhelm Stórir kvikustrókar hafa sést langar leiðir.Vísir/Vilhelm Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Eldgosið hagar sér nú eins og goshver Nýtt hættumat verður gefið út fyrir svæðið í Geldingadal í dag en kvika frá gíg hefur rignt yfir svæði þar sem fólk hefur haldið sig. Eini virki gígurinn í Geldingadölum hagar sér eins og goshver að sögn náttúruvársérfæðings. Tveir gikkskjálftar voru við Kleifarvatn í nótt. 3. maí 2021 12:05 Gosið til umfjöllunar í 60 Minutes Bill Whitaker, fréttamaður 60 Minutes, er staddur á Íslandi og vinnur ásamt teymi sínu að umfjöllun um eldgosið í Geldingadölum. 2. maí 2021 21:08 Stóðu orðlaus og horfðu á hraunstrókinn „Ég er enn að ná mér niður, þetta var svo ruglað,“ segir Sólný Pálsdóttir, sem var stödd við eldgosið í Geldingadölum seint í gærkvöldi þegar hraunstrókar stóðu með hléum upp úr virka gígnum á svæðinu. 2. maí 2021 14:24 Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Fólk virtist mishrætt við mengunina við gosstöðvarnar í gær. Hér má sjá móður gefa barni sínu brjóst og björgunarsveitarmann með gasgrímu.Vísir/Vilhelm Mikið gekk á á gosstöðvunum en Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á svæðinu og náði tilkomumiklum myndum á svæðinu. Á föstudagskvöld voru tveir fluttir af gossvæðinu og var annar þeirra fluttur á brott með sjúkrabíl. Mikil mengun mældist við gosið og fundu margir fyrir sviða í augum og öndunarfærum vegna mengunarinnar. Sums staðar mældist magn brennisteinsdíoxíðs (SO2) allt að 15 kg/s sem telst mjög hátt gildi. Þá varð töluverð breyting á gosinu skömmu fyrir miðnætti á föstudag. Um er að ræða einhvers konar þrýstingsbreytingu sem lýsir sér þannig að virknin minnkar í tvær mínútur í senn og rýkur svo upp. Gosstrókinn mátti sjá langar leiðir og sást hann greinilega á höfuðborgarsvæðinu. Kvikustrókar rjúka upp allt að 200 til 300 metra frá hrauntjörninni. Kvikustrókurinn rýkur allt að 200 til 300 metra upp í loft.Vísir/Vilhelm Þá mættust hrauntungurnar í Merardölum á föstudag og lokuðu þar með vegi sem björgunarsveitarmenn og aðrir hafa notað. Gríðarlegur hiti var við gosstöðvarnar um helgina, og er ennþá, og vart hefur orðið við gróðurelda. Hættusvæðið í kring um gosstöðvarnar var endurmetið og er nú biðlað til fólks að halda sig í að minnsta kosti 500 metra fjarlægð. Von er á nýju hættumati seinna í dag fyrir svæðið. Þá sagði Elísabet Árnadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu í gær að ekki sé útilokað að hitinn og gróðurbruninn sé einhvers konar undanfari nýrrar sprungu, þó ekki sé víst að svo sé. Gosmökkurinn sést langar leiðir en reykinn má að einhverju leyti skýra með gróðureldum sem kviknað hafa vegna hitans við gosstöðvarnar.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir þurftu um klukkan fjögur í gær að rýma svæðið allra næst gosstöðvunum bæði vegna aukinnar gasmengunar og gjóskufalls á svæðinu. Tveir gikkskjálftar riðu yfir svæðið í nótt um þrjá kílómetra vestur af Kleifarvatni. Skjálftarnir voru 3,2 og 2,8 að stærð og fundust þeir vel á höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum um helgina.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarfólk var með mikla viðveru í Geldingadölum um helgina.Vísir/Vilhelm Mikil mengun var á gossvæðinu um helgina og þurftu björgunarsveitarmenn að vísa fólki af svæðinu. Vísir/Vilhelm Veðurblíðan varð ekki til þess að fólk forðaðist eldgosið um helgina.Vísir/Vilhelm Mikill hiti er á svæðinu sem valdið hefur gróðureldum.Vísir/Vilhelm Stórir kvikustrókar hafa sést langar leiðir.Vísir/Vilhelm
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Eldgosið hagar sér nú eins og goshver Nýtt hættumat verður gefið út fyrir svæðið í Geldingadal í dag en kvika frá gíg hefur rignt yfir svæði þar sem fólk hefur haldið sig. Eini virki gígurinn í Geldingadölum hagar sér eins og goshver að sögn náttúruvársérfæðings. Tveir gikkskjálftar voru við Kleifarvatn í nótt. 3. maí 2021 12:05 Gosið til umfjöllunar í 60 Minutes Bill Whitaker, fréttamaður 60 Minutes, er staddur á Íslandi og vinnur ásamt teymi sínu að umfjöllun um eldgosið í Geldingadölum. 2. maí 2021 21:08 Stóðu orðlaus og horfðu á hraunstrókinn „Ég er enn að ná mér niður, þetta var svo ruglað,“ segir Sólný Pálsdóttir, sem var stödd við eldgosið í Geldingadölum seint í gærkvöldi þegar hraunstrókar stóðu með hléum upp úr virka gígnum á svæðinu. 2. maí 2021 14:24 Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Eldgosið hagar sér nú eins og goshver Nýtt hættumat verður gefið út fyrir svæðið í Geldingadal í dag en kvika frá gíg hefur rignt yfir svæði þar sem fólk hefur haldið sig. Eini virki gígurinn í Geldingadölum hagar sér eins og goshver að sögn náttúruvársérfæðings. Tveir gikkskjálftar voru við Kleifarvatn í nótt. 3. maí 2021 12:05
Gosið til umfjöllunar í 60 Minutes Bill Whitaker, fréttamaður 60 Minutes, er staddur á Íslandi og vinnur ásamt teymi sínu að umfjöllun um eldgosið í Geldingadölum. 2. maí 2021 21:08
Stóðu orðlaus og horfðu á hraunstrókinn „Ég er enn að ná mér niður, þetta var svo ruglað,“ segir Sólný Pálsdóttir, sem var stödd við eldgosið í Geldingadölum seint í gærkvöldi þegar hraunstrókar stóðu með hléum upp úr virka gígnum á svæðinu. 2. maí 2021 14:24