Sport

Vill breyta 127 ára gömlum einkunnarorðum Ólympíuleikanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, vill meiri samheldni og samvinni í íþróttahreyfingunni og vill því breyta einkunnarorðum Ólympíuleikanna í sumar.
Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, vill meiri samheldni og samvinni í íþróttahreyfingunni og vill því breyta einkunnarorðum Ólympíuleikanna í sumar. EPA-EFE/LAURENT GILLIERON

Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, vill breyta einkunnarorðum Ólympíuleikanna sem hafa verið þau sömu síðan Alþjóðaólympíunefndin var stofnuð árið 1894.

Ólympíuleikarnir hafa haldið fast í allar venjur í miklu meira en hundrað ára sögu sinni en leikarnir verða haldnir í 32. skiptið í Japan í sumar.  Þeir fyrstu fóru fram í Aþenu í Grikklandi árið 1896.

Thomas Bach vill nú gera á breytingu á 127 ára gömlum einkunnarorðum Ólympíuleikanna sem hafa verið við lýði síðan Frakkinn Pierre de Coubertin stofnaði Ólympíuleikanna 23. júní 1894.

Thomas Bach, sem hefur verið forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar frá árinu 2013, er þó ekki að tala um að skipta neinum orðum út heldur vill hann bæta einu orði við.

Einkunnarorð Ólympíuleikanna er saman sett úr þrem latneskum orðum sem eru citius (hraðar), altius (hærra) og fortius (sterkar).

Thomas Bach vill nú bæta einu orði við í endann. Hann vill að einkunnarorðin verði „hraðar, hærra, sterkar - sameinuð“ eða á latnesku „Citius, Altius, Fortius - Communis“

Framkvæmdastjórn Alþjóðaólympíunefndarinnar tók vel í tillögu forsetans á fundi sínum í vikunni og verður kosið um þessa breytingu á þinginu í Tókyó 20. til 21. júlí í sumar. Það er mjög líklegt að þar verði tillaga Thomas Bach samþykkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×