Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Kórónuveirusmit á leikskólanum Jörfa má rekja til sóttkvíarbrots á landamærum um mánaðamótin. Þrettán greindust með veiruna innanlands í gær. Við förum ítarlega yfir stöðuna á kórónuveirufaraldrinum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við Víði Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavörnum.

Þá fjöllum við um niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu á fylgi flokka á Alþingi í fréttatímanum og ásakanir Tékka í garð rússneskra útsendara, þeirra sömu og grunaðir eru um að hafa eitrað fyrir fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og Yuliu, dóttur hans, árið 2018.

Alvarleg staða er uppi á hjúkrunarheimilum landsins vegna launahækkana og styttingu vinnuvikunnar, að mati framkvæmdastjóra Sóltúns.

Kvöldfréttirnar eru í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×