Fótbolti

Stuðningsmenn Dortmund skutu upp flugeldum fyrir utan hótel Man. City

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Manchester City er með eins marks forskot eftir fyrri leikinn gegn Borussia Dortmund í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Manchester City er með eins marks forskot eftir fyrri leikinn gegn Borussia Dortmund í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. epa/PETER POWELL

Stuðningsmenn Borussia Dortmund reyndu að leggja sínum mönnum lið með því skjóta upp flugeldum fyrir utan hótelið sem Manchester City dvelur. Liðin mætast í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Flugeldum var skotið upp í þrígang fyrir utan Radison Blu hótelið í Dortmund í nótt. Fyrst um klukkan þrjú, svo hálf fimm og loks hálf sex.

Lætin voru mikil og gestir hótelsins vöknuðu upp. Öryggisverðir City-liðsins stöðvuðu fyrstu og þriðju sprengingarnar en lögreglan í Dortmund aðra sprenginguna.

Búið er að skoða efni úr öryggismyndavélum á svæðinu en ólíklegt þykir að lögreglan í Dortmund grípi til aðgerða.

City vann fyrri leikinn gegn Dortmund með tveimur mörkum gegn einu. Phil Foden skoraði sigurmark City undir lokin. Mark Marcos Reus á Etihad gæti hins vegar reynst þýska liðinu dýrmætt í kvöld.

Leikur Dortmund og City hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Á sama tíma hefst leikur Liverpool og Real Madrid á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmessunni klukkan 21:00.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×