Hafa uppgötvað djöflabýflugu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. nóvember 2025 14:03 Tegundin er nokkuð einstök í útliti. Ástralskir vísindamenn hafa uppgötvað nýja tegund býflugna sem er með lítil horn. Tegundin hefur fengið djöfullegt nafn, Lúsífer. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu en þar kemur fram að innfædda býflugan hafi verið uppgötvuð af vísindamönnum þegar þeir skoðuðu sjaldgæft villiblóm sem vex aðeins á Bremer-svæðinu í Goldfields-héraði í vesturhluta Ástralíu, 470 kílómetra austur af Perth. Mjög sérkennileg og áberandi horn býflugunnar er aðeins að finna á kvendýrum býflugunnar. Vísindamenn velta enn vöngum yfir því til hvers þau eru en getgátur eru uppi um að þau geti notað þau til að verja sig eða til þess að safna frjókornum, blómasafa eða trjákvoðu. Meginrannsakandi tegundarinnar segist hafa fengið innblástur að nafni býflugunnar frá Netflix. Hún hafi verið að horfa á samnefnda seríu á þeim tíma. Um er að ræða fyrstu nýju tegundina sem fundist hefur á svæðinu í tuttugu ár. „Kvenbýflugan var með þessi ótrúlegu litlu horn í andlitinu,“ segir vísindamaðurinn dr. Kit Prendergast frá Curtin-háskóla. „Þegar ég var að skrifa lýsinguna á nýju tegundinni horfði ég á Netflix-þáttinn Lucifer á sama tíma og nafnið passaði bara fullkomlega. Ég er líka mikill aðdáandi Netflix-persónunnar Lucifer svo þetta var augljóst mál.“ Það er þó einungis kvenflugan sem ber hornin. Hún segir merkið einnig nefna ljósbera á latínu og henti því prýðilega sem vísun til mikilvægis þess að varpa ljósi á aðstæður býflugna og þörfina til að vernda þær og auka skilning á því hvernig plöntur í útrýmingarhættu eru frjóvgaðar. Í skýrslu um tegundina, sem birtist í Journal of Hymenoptera Research, var einnig kallað eftir því að svæðið þar sem nýja býflugnategundin og sjaldgæf villiblóm fundust, og svæðið í kring, yrði „formlega friðlýst og skráð sem verndarsvæði sem ekki má ryðja.“ „Þar sem nýja tegundin fannst á sama litla svæði og villiblómið sem er í útrýmingarhættu gætu báðar tegundir verið í hættu vegna rasks á búsvæðum og annarra ógnandi ferla eins og loftslagsbreytinga,“ segir hún og bætir við að mörg námuvinnslufyrirtæki taki ekki innlendar býflugur með í reikninginn þegar þau meta umhverfisáhrif starfsemi sinnar. „Þannig að við gætum verið að missa af óuppgötvuðum tegundum, þar á meðal þeim sem gegna mikilvægu hlutverki við að styðja við plöntur og vistkerfi í útrýmingarhættu. Án þess að vita hvaða innlendu býflugur eru til og á hvaða plöntum þær eru háðar, eigum við á hættu að tapa báðum áður en við gerum okkur grein fyrir að þær séu til staðar.“ Dýr Ástralía Skordýr Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu en þar kemur fram að innfædda býflugan hafi verið uppgötvuð af vísindamönnum þegar þeir skoðuðu sjaldgæft villiblóm sem vex aðeins á Bremer-svæðinu í Goldfields-héraði í vesturhluta Ástralíu, 470 kílómetra austur af Perth. Mjög sérkennileg og áberandi horn býflugunnar er aðeins að finna á kvendýrum býflugunnar. Vísindamenn velta enn vöngum yfir því til hvers þau eru en getgátur eru uppi um að þau geti notað þau til að verja sig eða til þess að safna frjókornum, blómasafa eða trjákvoðu. Meginrannsakandi tegundarinnar segist hafa fengið innblástur að nafni býflugunnar frá Netflix. Hún hafi verið að horfa á samnefnda seríu á þeim tíma. Um er að ræða fyrstu nýju tegundina sem fundist hefur á svæðinu í tuttugu ár. „Kvenbýflugan var með þessi ótrúlegu litlu horn í andlitinu,“ segir vísindamaðurinn dr. Kit Prendergast frá Curtin-háskóla. „Þegar ég var að skrifa lýsinguna á nýju tegundinni horfði ég á Netflix-þáttinn Lucifer á sama tíma og nafnið passaði bara fullkomlega. Ég er líka mikill aðdáandi Netflix-persónunnar Lucifer svo þetta var augljóst mál.“ Það er þó einungis kvenflugan sem ber hornin. Hún segir merkið einnig nefna ljósbera á latínu og henti því prýðilega sem vísun til mikilvægis þess að varpa ljósi á aðstæður býflugna og þörfina til að vernda þær og auka skilning á því hvernig plöntur í útrýmingarhættu eru frjóvgaðar. Í skýrslu um tegundina, sem birtist í Journal of Hymenoptera Research, var einnig kallað eftir því að svæðið þar sem nýja býflugnategundin og sjaldgæf villiblóm fundust, og svæðið í kring, yrði „formlega friðlýst og skráð sem verndarsvæði sem ekki má ryðja.“ „Þar sem nýja tegundin fannst á sama litla svæði og villiblómið sem er í útrýmingarhættu gætu báðar tegundir verið í hættu vegna rasks á búsvæðum og annarra ógnandi ferla eins og loftslagsbreytinga,“ segir hún og bætir við að mörg námuvinnslufyrirtæki taki ekki innlendar býflugur með í reikninginn þegar þau meta umhverfisáhrif starfsemi sinnar. „Þannig að við gætum verið að missa af óuppgötvuðum tegundum, þar á meðal þeim sem gegna mikilvægu hlutverki við að styðja við plöntur og vistkerfi í útrýmingarhættu. Án þess að vita hvaða innlendu býflugur eru til og á hvaða plöntum þær eru háðar, eigum við á hættu að tapa báðum áður en við gerum okkur grein fyrir að þær séu til staðar.“
Dýr Ástralía Skordýr Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira