Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. nóvember 2025 15:08 Mynd er úr safni. Vísir/Vilhelm Foreldrar í Garðabæ eru hvumsa yfir hækkunum á æfingagjöldum milli ára í fimmta flokki í barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar Stjörnunnar. Gjöldin hjá félaginu hafi hækkað um þrjátíu prósent milli ára. Umræða þess efnis fer fram í íbúahópi Garðabæjar. Þar stígur móðir fram og segir að yngsta dóttir hennar æfi fótbolta í 5. flokki kvenna hjá Stjörnunni og að henni hafi brugðið þegar henni barst rukkun upp á 172.790 krónur fyrir tímabilið. Það sé hækkun upp á þrjátíu prósent milli ára, rúmar fimmtíu þúsund krónur. Vísir hefur ekki náð tali af forsvarsmönnum Stjörnunnar vegna málsins. Þá bendir hún á að sambærilegt æfingagjald hjá Álftanesi sé 119.500 krónur fyrir heilt tímabil. Þar muni því 53.290 krónum fyrir tíu og ellefu ára börn í 5. flokki í sama bæjarfélagi og með sömu hvatapeninga. Hvatapeningar eða íþróttastyrkur í Garðabæ eru sextíu þúsund krónur á barn árið 2025. Óhætt er að segja að færsla móðurinnar veki mikla athygli og hafa þó nokkrir foreldrar lagt orð í belg og tekið undir með henni. Eitt foreldrið segir hækkunina hafa verið óvænta í þokkabót. Þau leggist ofan á annan kostnað sem sé mikill. „Sammála, hækkunin er umtalsverð á milli ára, óvænt og ógagnsæ. Ofan á gjöldin leggjast keppnisgjöld, ferðir þeim tengdar, búningar og annar búnaður. Samanlagt nokkur hundruð þúsund árlega,“ skrifar eitt foreldranna. „Fáum við að sjá hærri hvatapeninga á nýju ári til að koma til móts við þessar hækkanir? Það hreinlega svíður að greiða öll þessi æfingagjöld fyrir foreldra og bæjarfélagið ætti að koma miklu sterkar inn enda um lýðheilsu- og forvarnarmál að ræða!“ Garðabær Börn og uppeldi Íþróttir barna Fjármál heimilisins Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Umræða þess efnis fer fram í íbúahópi Garðabæjar. Þar stígur móðir fram og segir að yngsta dóttir hennar æfi fótbolta í 5. flokki kvenna hjá Stjörnunni og að henni hafi brugðið þegar henni barst rukkun upp á 172.790 krónur fyrir tímabilið. Það sé hækkun upp á þrjátíu prósent milli ára, rúmar fimmtíu þúsund krónur. Vísir hefur ekki náð tali af forsvarsmönnum Stjörnunnar vegna málsins. Þá bendir hún á að sambærilegt æfingagjald hjá Álftanesi sé 119.500 krónur fyrir heilt tímabil. Þar muni því 53.290 krónum fyrir tíu og ellefu ára börn í 5. flokki í sama bæjarfélagi og með sömu hvatapeninga. Hvatapeningar eða íþróttastyrkur í Garðabæ eru sextíu þúsund krónur á barn árið 2025. Óhætt er að segja að færsla móðurinnar veki mikla athygli og hafa þó nokkrir foreldrar lagt orð í belg og tekið undir með henni. Eitt foreldrið segir hækkunina hafa verið óvænta í þokkabót. Þau leggist ofan á annan kostnað sem sé mikill. „Sammála, hækkunin er umtalsverð á milli ára, óvænt og ógagnsæ. Ofan á gjöldin leggjast keppnisgjöld, ferðir þeim tengdar, búningar og annar búnaður. Samanlagt nokkur hundruð þúsund árlega,“ skrifar eitt foreldranna. „Fáum við að sjá hærri hvatapeninga á nýju ári til að koma til móts við þessar hækkanir? Það hreinlega svíður að greiða öll þessi æfingagjöld fyrir foreldra og bæjarfélagið ætti að koma miklu sterkar inn enda um lýðheilsu- og forvarnarmál að ræða!“
Garðabær Börn og uppeldi Íþróttir barna Fjármál heimilisins Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira