Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. nóvember 2025 14:35 Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra. Vísir/Vilhelm Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir félagsmenn orðna langþreytta eftir samningum. Það sé mikið undir á næsta fundi sáttasemjara, sem hann telur að verði í vikunni, því ef ekkert markvert verður lagt fram þá sé ekki hægt að útiloka aðgerðir. Aðgerðir séu ekki markmið í sjálfu sér - markmiðið sé að ná samningum. Um síðustu áramót losnuðu samningarnir og hafa flugumferðarstjórar því verið samningslausir í um ellefu mánuði en kjaraviðræður hafa staðið yfir mun lengur. Í síðasta mánuði boðaði Félag flugumferðarstjóra fimm vinnustöðvanir en aðeins kom til einnar þeirra því skriður komst á kjaraviðræðurnar og var hætt við aðgerðirnar „Þetta hefur bara gengið hægt. Við vorum í einni atlögu sem gekk ekki upp sem tók enda fyrir tæpum tveimur vikum. Í þeim fasa aflýstum við fjórum vinnustöðvunum, fórum í þá fyrstu sem við boðuðum af fimm.“ Hann segir markmiðið aldrei að fara í verkfallsaðgerðir og valda tjóni.„Heldur að búa til einhverja pressu sem getur gagnast okkur í viðræðunum.“ Arnar segir að óformlegt samtal hafi átt sér stað í síðustu viku sem hafi skilað litlu sem engu. Hann gerir ráð fyrir að boðað verði til fundar á næstu dögum. Er boðunin á grunni einhvers nýs? Hefur verið lagt fram tilboð eða eitthvað svoleiðis? „Óformleg tilboð af hálfu beggja aðila voru lögð fram í síðustu viku sem náðu ekki saman. En það er ekkert nýtt eins og staðan er í dag.“Hann segist ekki getað útilokað að félagið ráðist í aðgerðir reynist næsti sáttafundur árangurslaus.„Við vorum með fjölmennan félagsfund á þriðjudaginn í síðustu viku og við fengum þar fram ákveðinn vilja félagsmanna, sem við höfum ekki tekið formlega ákvörðun um hvernig við stöndum að en það verður ákveðið vonandi í kjölfar þessa fundar sem verður boðaður núna.“ Þannig að það er mikið undir á þeim fundi? „Já, það er bara mikið undir að fara að klára þessar viðræður, þetta er búið að vera í eitt og hálft ár, það er kominn tími til að klára þetta.“ Verkföll flugumferðarstjóra Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Meira en þúsund flugferðum til, frá og innan Bandaríkjanna var aflýst í dag. Ríkisstofnunum þar í landi hefur verið lokað frá upphafi októbermánaðar og er rask á flugi undanfarna daga afleiðing þess. 8. nóvember 2025 23:58 Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Ráðherra samgöngumála í Bandaríkjunum, Sean Duffy, varar við því að frá og með morgundeginum gæti komið til þess að draga þurfi úr fjölda þeirra flugferða sem farnar eru frá fjörutíu stórum flugvöllum í Bandaríkjunum svo nemur tíu prósentum. 6. nóvember 2025 07:36 Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Fundi samninganefnda Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara var slitið á þriðja tímanum í gær án árangurs. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. 30. október 2025 10:03 Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Flugumferðarstjórar hafa aflýst fyrirhuguðum vinnustöðvunum á morgun og laugardag. Fundi þeirra með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins var slitið um klukkan 22:20 í kvöld og nýr boðaður í fyrramálið. 23. október 2025 22:33 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira
Um síðustu áramót losnuðu samningarnir og hafa flugumferðarstjórar því verið samningslausir í um ellefu mánuði en kjaraviðræður hafa staðið yfir mun lengur. Í síðasta mánuði boðaði Félag flugumferðarstjóra fimm vinnustöðvanir en aðeins kom til einnar þeirra því skriður komst á kjaraviðræðurnar og var hætt við aðgerðirnar „Þetta hefur bara gengið hægt. Við vorum í einni atlögu sem gekk ekki upp sem tók enda fyrir tæpum tveimur vikum. Í þeim fasa aflýstum við fjórum vinnustöðvunum, fórum í þá fyrstu sem við boðuðum af fimm.“ Hann segir markmiðið aldrei að fara í verkfallsaðgerðir og valda tjóni.„Heldur að búa til einhverja pressu sem getur gagnast okkur í viðræðunum.“ Arnar segir að óformlegt samtal hafi átt sér stað í síðustu viku sem hafi skilað litlu sem engu. Hann gerir ráð fyrir að boðað verði til fundar á næstu dögum. Er boðunin á grunni einhvers nýs? Hefur verið lagt fram tilboð eða eitthvað svoleiðis? „Óformleg tilboð af hálfu beggja aðila voru lögð fram í síðustu viku sem náðu ekki saman. En það er ekkert nýtt eins og staðan er í dag.“Hann segist ekki getað útilokað að félagið ráðist í aðgerðir reynist næsti sáttafundur árangurslaus.„Við vorum með fjölmennan félagsfund á þriðjudaginn í síðustu viku og við fengum þar fram ákveðinn vilja félagsmanna, sem við höfum ekki tekið formlega ákvörðun um hvernig við stöndum að en það verður ákveðið vonandi í kjölfar þessa fundar sem verður boðaður núna.“ Þannig að það er mikið undir á þeim fundi? „Já, það er bara mikið undir að fara að klára þessar viðræður, þetta er búið að vera í eitt og hálft ár, það er kominn tími til að klára þetta.“
Verkföll flugumferðarstjóra Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Meira en þúsund flugferðum til, frá og innan Bandaríkjanna var aflýst í dag. Ríkisstofnunum þar í landi hefur verið lokað frá upphafi októbermánaðar og er rask á flugi undanfarna daga afleiðing þess. 8. nóvember 2025 23:58 Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Ráðherra samgöngumála í Bandaríkjunum, Sean Duffy, varar við því að frá og með morgundeginum gæti komið til þess að draga þurfi úr fjölda þeirra flugferða sem farnar eru frá fjörutíu stórum flugvöllum í Bandaríkjunum svo nemur tíu prósentum. 6. nóvember 2025 07:36 Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Fundi samninganefnda Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara var slitið á þriðja tímanum í gær án árangurs. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. 30. október 2025 10:03 Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Flugumferðarstjórar hafa aflýst fyrirhuguðum vinnustöðvunum á morgun og laugardag. Fundi þeirra með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins var slitið um klukkan 22:20 í kvöld og nýr boðaður í fyrramálið. 23. október 2025 22:33 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira
Aflýsa yfir þúsund flugferðum Meira en þúsund flugferðum til, frá og innan Bandaríkjanna var aflýst í dag. Ríkisstofnunum þar í landi hefur verið lokað frá upphafi októbermánaðar og er rask á flugi undanfarna daga afleiðing þess. 8. nóvember 2025 23:58
Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Ráðherra samgöngumála í Bandaríkjunum, Sean Duffy, varar við því að frá og með morgundeginum gæti komið til þess að draga þurfi úr fjölda þeirra flugferða sem farnar eru frá fjörutíu stórum flugvöllum í Bandaríkjunum svo nemur tíu prósentum. 6. nóvember 2025 07:36
Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Fundi samninganefnda Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara var slitið á þriðja tímanum í gær án árangurs. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. 30. október 2025 10:03
Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Flugumferðarstjórar hafa aflýst fyrirhuguðum vinnustöðvunum á morgun og laugardag. Fundi þeirra með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins var slitið um klukkan 22:20 í kvöld og nýr boðaður í fyrramálið. 23. október 2025 22:33