Telja virkni kínverskra bóluefna gegn veirunni litla Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2021 08:04 Starfsmaður meðhöndlar pakka með bóluefni kínverska ríkisfyrirtækisins Sinopharm. AP/Mark Schifelbein Æðsti embættismaður sóttvarna í Kína viðurkennir að virkni bóluefna sem hafa verið þróuð þar gegn kórónuveirunni sé lítil. Yfirvöld íhugi af þessum sökum að blanda efnunum saman til þess að freista þess að auka virknina. Ummælin lét Gao Fu, forstöðumaður Sóttvarnastofnunar Kína, falla á ráðstefnu í borginni Chengdu í suðvesturhluta Kína í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Fátítt er að kínversk yfirvöld gangist við veikleikum sem þessum. Yfirvöld í Peking hafa til þessa dreift hundruð milljónum skammta af kínverskum bóluefnum til annarra landa og hafa auk þess reynt að grafa undan trú á bóluefnum vestrænna ríkja. Engin vestræn bóluefni hafa fengið markaðsleyfi í Kína til þessa. Sinovac, eitt kínversku bóluefnanna, reyndist aðeins hafa 50,4% virkni í að koma í veg fyrir smit með einkennum í rannsókn sem var gerð í Brasilíu. Til samanburðar er bóluefni Pfizer talið hafa 97% virkni. Kínverskir ríkisfjölmiðlar hafa ítrekað sett spurningamerki við virkni Pfizer-bóluefnisins og öryggi þess. „Það er nú til formlegrar íhugunar hvort að við ættum að nota mismunandi bóluefni úr mismundandi framleiðslu við bólusetningar“ sagði Gao. Í byrjun þessa mánaðar höfðu 34 milljónir manna fengið tvo skammta af kínverskum bóluefnum og 65 milljónir höfðu fengið fyrri skammt. Sérfræðingar telja hugsanlega að auka virkni bólusetninga með því að blanda saman ólíkum bóluefnum. Í Bretlandi rannsaka vísindamenn meðal annars möguleikann á að gefa bóluefni Pfizer og AstraZeneca saman. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýndi mikla misskiptingu í aðgengi að bóluefni í heiminum. Um einn af hverjum fjórum íbúum ríkra landa hafa nú verið bólusettir en aðeins einn af hverjum fimm hundruð í þróunarríkjum. Þá hefur afhending á bóluefni til snauðustu ríkja heims nær stöðvast undanfarna daga. Talað er um að þau ríki gætu því þurft að leita á náðir Kínverja eða Rússa um bóluefni. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Við erum aldrei á byrjunarreit en þetta myndi lengja aðeins líf veirunnar“ Misskipting bóluefnis gegn kórónuveirunni í heiminum gæti haft alvarlegar afleiðingar, að mati erfðafræðings. Sum bóluefni er auðvelt að uppfæra gegn nýjum afbrigðum en önnur gæti þurft að þróa frá grunni. 10. apríl 2021 21:39 Afhending á bóluefnum til snauðra ríkja nær stöðvast Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra. 10. apríl 2021 10:02 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Ummælin lét Gao Fu, forstöðumaður Sóttvarnastofnunar Kína, falla á ráðstefnu í borginni Chengdu í suðvesturhluta Kína í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Fátítt er að kínversk yfirvöld gangist við veikleikum sem þessum. Yfirvöld í Peking hafa til þessa dreift hundruð milljónum skammta af kínverskum bóluefnum til annarra landa og hafa auk þess reynt að grafa undan trú á bóluefnum vestrænna ríkja. Engin vestræn bóluefni hafa fengið markaðsleyfi í Kína til þessa. Sinovac, eitt kínversku bóluefnanna, reyndist aðeins hafa 50,4% virkni í að koma í veg fyrir smit með einkennum í rannsókn sem var gerð í Brasilíu. Til samanburðar er bóluefni Pfizer talið hafa 97% virkni. Kínverskir ríkisfjölmiðlar hafa ítrekað sett spurningamerki við virkni Pfizer-bóluefnisins og öryggi þess. „Það er nú til formlegrar íhugunar hvort að við ættum að nota mismunandi bóluefni úr mismundandi framleiðslu við bólusetningar“ sagði Gao. Í byrjun þessa mánaðar höfðu 34 milljónir manna fengið tvo skammta af kínverskum bóluefnum og 65 milljónir höfðu fengið fyrri skammt. Sérfræðingar telja hugsanlega að auka virkni bólusetninga með því að blanda saman ólíkum bóluefnum. Í Bretlandi rannsaka vísindamenn meðal annars möguleikann á að gefa bóluefni Pfizer og AstraZeneca saman. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýndi mikla misskiptingu í aðgengi að bóluefni í heiminum. Um einn af hverjum fjórum íbúum ríkra landa hafa nú verið bólusettir en aðeins einn af hverjum fimm hundruð í þróunarríkjum. Þá hefur afhending á bóluefni til snauðustu ríkja heims nær stöðvast undanfarna daga. Talað er um að þau ríki gætu því þurft að leita á náðir Kínverja eða Rússa um bóluefni.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Við erum aldrei á byrjunarreit en þetta myndi lengja aðeins líf veirunnar“ Misskipting bóluefnis gegn kórónuveirunni í heiminum gæti haft alvarlegar afleiðingar, að mati erfðafræðings. Sum bóluefni er auðvelt að uppfæra gegn nýjum afbrigðum en önnur gæti þurft að þróa frá grunni. 10. apríl 2021 21:39 Afhending á bóluefnum til snauðra ríkja nær stöðvast Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra. 10. apríl 2021 10:02 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
„Við erum aldrei á byrjunarreit en þetta myndi lengja aðeins líf veirunnar“ Misskipting bóluefnis gegn kórónuveirunni í heiminum gæti haft alvarlegar afleiðingar, að mati erfðafræðings. Sum bóluefni er auðvelt að uppfæra gegn nýjum afbrigðum en önnur gæti þurft að þróa frá grunni. 10. apríl 2021 21:39
Afhending á bóluefnum til snauðra ríkja nær stöðvast Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra. 10. apríl 2021 10:02