Sport

Dag­skráin í dag: Fót­bolti, Ís­lendinga­slagur og úr­slita­stund á Masters

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo og Gennaro Gattuso, stjóri Napoli, hönd í hönd.
Ronaldo og Gennaro Gattuso, stjóri Napoli, hönd í hönd. Jonathan Moscrop/Getty Images

Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag en ellefu beinar útsendingar eru á dagskránni í dag.

Inter Milan, toppliðið á Ítalíu, getur aukið forystu sína er liðið heimsækir Cagliari í morgunleik dagsins.

Hefst leikurinn klukkan 10.25 en klukkan 12.55 er það Cristiano Ronaldo og félagar í Juventus er þeir mæta Genoa.

Athlético Madrid þarf ekkert annað en þrjú stig er þeir mæta Real Betis á útivelli en grannarnir í Real anda í hálsmálið á þeim.

Það er svo komið að úrslitastund á Masters mótinu en fjórði og síðasti hringur dagsins er í dag. Hefst útsending klukkan 18.00.

Einn leikur er sýndur í NBA körfuboltanum í dag en það er leikur Denver Nuggets og Boston Celtics klukkan 19.00.

Í spænska körfuboltanum er Íslendingaslgaur þar sem Zaragoza mætir Valencia klukkan 17.50.

Tryggvi Snær Hlinason leikur með Zaragoza en Martin Hermannsson leikur með Valencia.

Allar beinar útsendingar dagsins má finna á heimasíðu Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×