Fótbolti

Arnór lagði upp er CSKA komst í undan­úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arnór Sigurðsson lagði upp fyrra mark CSKA Moskvu í dag.
Arnór Sigurðsson lagði upp fyrra mark CSKA Moskvu í dag. VÍSIR/GETTY

CSKA Moskva tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum rússnesku bikarkeppninnar í knattspyrnu með 2-1 sigri á Arsenal Tula. Arnór Sigurðsson lék klukkutíma og lagði upp fyrra mark CSKA.

Heimamenn í Arsenal Tula komust yfir í fyrri hálfleik og voru 1-0 yfir er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Snemma í síðari hálfleik lagði Arnór upp jöfnunarmark CSKA Moskvu er hann gaf á Vadim Kapov, staðan orðin 1-1.

Það var svo hægri bakvörðurinn Mario Feranndes sem skoraði sigurmarkið á 86. mínútu leiksins en CSKA hafði verði manni fleiri frá 55. mínútu þegar Evgeni Lutsenko fékk sitt annað gula spjald í liði heimamanna.

Lokatölur 2-1 og CSKA Moskva komið í undanúrslit bikarsins. Arnór lék eins og áður sagði klukkutíma í dag en Hörður Björgvin Magnússon var ekki í leikmannahópi liðsins sökum meiðsla. Hann sleit hásin á dögunum og verður ekki meira með á leiktíðinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.