Sveinbjörn með veiruna á versta tíma: Kem aftur enn hungraðri Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2021 14:01 Sveinbjörn Iura og pabbi hans hafa verið í einangrun á hótelherbergi í Tyrklandi í viku. Instagram/@sjiura Júdókappinn Sveinbjörn Iura hefur í mörg ár stefnt að því að komast á Ólympíuleikana í Tókýó. Draumurinn fjarlægðist þegar hann greindist með kórónuveiruna á skírdag en lifir þó enn. Sveinbjörn sagði frá því í síðustu viku að hann hefði greinst með kórónuveiruna. Hann var þá mættur til Tyrklands til að fylgja eftir góðum árangri á móti í Georgíu í lok síðasta mánaðar, þar sem hann komst í 16-manna úrslit. Sveinbjörn er enn staddur í Tyrklandi þar sem hann hefur verið í einangrun á hótelherbergi ásamt föður sínum, Yoshihiko, sem hefur verið honum til aðstoðar. Yoshihiko greindist ekki með veiruna en í viðtali við Morgunblaðið í dag segir Sveinbjörn að feðgarnir þurfi að ljúka tíu daga einangrun áður en þeir fari í annað próf. Greinist þeir þá neikvæðir verði þeir frjálsir ferða sinna. View this post on Instagram A post shared by Sveinbjo rn Jun Iura (@sjiura) Sveinbjörn ber sig vel og segist ekki hafa fundið fyrir mjög slæmum einkennum. Á Instagram-síðu sinni segist hann ætla að snúa aftur enn hungraðri en áður. Hann er þó vel meðvitaður um hve alvarlega fólk getur veikst af veirunni. „Í raun lýsir þetta sér eins og venjuleg veikindi hjá mér en hræðslan við þennan sjúkdóm er til staðar því hann getur bitið mann síðar,“ sagði Sveinbjörn við Morgunblaðið. Viljum tækifæri til að ljúka þessu verkefni Veikindin setja stórt strik í reikninginn hjá honum. Ekki aðeins missir Sveinbjörn af mótinu í Tyrklandi heldur sennilega einnig Evrópumótinu sem hefst í Lissabon eftir rúma viku. Mikilvægt er fyrir Sveinbjörn að keppa á sem flestum mótum til að geta safnað stigum á listanum sem ræður því hverjir komast á Ólympíuleikana. „Það er ekkert hægt að gera í þessu en maður verður svolítið reiður og pirraður þegar maður veltir stöðunni fyrir sér. Ef ég kemst heill út úr þessu þá ætla ég að nota gremjuna til að gera vel á þeim mótum sem eftir eru og verð kannski ennþá grimmari en hingað til. Við pabbi höfum haft trú á þessu verkefni alveg frá því ég setti mér það markmið að keppa á Ólympíuleikum. Hvað sem gerist þá viljum við fá tækifæri til að ljúka þessu verkefni,“ sagði Sveinbjörn. Júdó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Sjá meira
Sveinbjörn sagði frá því í síðustu viku að hann hefði greinst með kórónuveiruna. Hann var þá mættur til Tyrklands til að fylgja eftir góðum árangri á móti í Georgíu í lok síðasta mánaðar, þar sem hann komst í 16-manna úrslit. Sveinbjörn er enn staddur í Tyrklandi þar sem hann hefur verið í einangrun á hótelherbergi ásamt föður sínum, Yoshihiko, sem hefur verið honum til aðstoðar. Yoshihiko greindist ekki með veiruna en í viðtali við Morgunblaðið í dag segir Sveinbjörn að feðgarnir þurfi að ljúka tíu daga einangrun áður en þeir fari í annað próf. Greinist þeir þá neikvæðir verði þeir frjálsir ferða sinna. View this post on Instagram A post shared by Sveinbjo rn Jun Iura (@sjiura) Sveinbjörn ber sig vel og segist ekki hafa fundið fyrir mjög slæmum einkennum. Á Instagram-síðu sinni segist hann ætla að snúa aftur enn hungraðri en áður. Hann er þó vel meðvitaður um hve alvarlega fólk getur veikst af veirunni. „Í raun lýsir þetta sér eins og venjuleg veikindi hjá mér en hræðslan við þennan sjúkdóm er til staðar því hann getur bitið mann síðar,“ sagði Sveinbjörn við Morgunblaðið. Viljum tækifæri til að ljúka þessu verkefni Veikindin setja stórt strik í reikninginn hjá honum. Ekki aðeins missir Sveinbjörn af mótinu í Tyrklandi heldur sennilega einnig Evrópumótinu sem hefst í Lissabon eftir rúma viku. Mikilvægt er fyrir Sveinbjörn að keppa á sem flestum mótum til að geta safnað stigum á listanum sem ræður því hverjir komast á Ólympíuleikana. „Það er ekkert hægt að gera í þessu en maður verður svolítið reiður og pirraður þegar maður veltir stöðunni fyrir sér. Ef ég kemst heill út úr þessu þá ætla ég að nota gremjuna til að gera vel á þeim mótum sem eftir eru og verð kannski ennþá grimmari en hingað til. Við pabbi höfum haft trú á þessu verkefni alveg frá því ég setti mér það markmið að keppa á Ólympíuleikum. Hvað sem gerist þá viljum við fá tækifæri til að ljúka þessu verkefni,“ sagði Sveinbjörn.
Júdó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Sjá meira