Sport

Dag­skráin í dag: Evrópu­deildin, Masters og raf­í­þróttir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Harry Maguire og félagar mæta Granada á útivelli í kvöld.
Harry Maguire og félagar mæta Granada á útivelli í kvöld. Ash Donelon/Getty

Sjö beinar útsendingar eru á sportrásum Stöðvar 2 í dag en þar má finna úr heimi fótboltans, golf og rafíþrótta.

Framhaldsskólaleikarnir má finna á Stöð 2 eSport klukkan 18.30 en klukkan 21.00 er það svo Rauðvín og klakar með Steindi Jr. í aðalhlutverki.

Mastersmótið hefst í dag en klukkan 19.00 fer fyrsta beina útsending helgarinnar í loftið en sýnt verður frá öllum keppnishringum helgarinnar á Stöð 2 Golf.

Allir leikirnir í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar verða í beinni í kvöld en þar má finna meðal annars Granada gegn Manchester United sem og Arsenal gegn Slavia Prag.

Allar beinar útsendingar dagsins sem og næstu daga má sjá hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.