Lífið

Sísvangi herramaður Stjörnu-Sævars og Þórhildar Fjólu kom stundvíslega í heiminn

Eiður Þór Árnason skrifar
Sævar og Þórhildur greindu frá að þau ættu von á barninu í nóvember.
Sævar og Þórhildur greindu frá að þau ættu von á barninu í nóvember. Twitter

Sævar Helgi Bragason, sérfræðingur í stjörnufræði og vísindamiðlari og Þórhildur Fjóla Stefánsdóttir, sérfræðingur í hugbúnaðargeiranum, urðu einu barni ríkari þegar lítill drengur lét sjá sig á þriðjudag.

Sævar greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag en strákurinn kom í heiminn fimmtán mínútum yfir miðnætti á settum degi þann 30. mars.

„Allir í skýjunum með þennan ákveðna herramann sem er sísvangur og verður oftast „hangry” eins og mamma sín,“ skrifar Sævar við tilefnið og uppskera foreldrarnir flóð hamingjuóska frá vinum og vandamönnum. 

Elsku litli fallegi drengurinn okkar Þórhildur Fjóla kom í heiminn fimmtán mínútum yfir miðnætti á settum degi, 30....

Posted by Sævar Helgi Bragason on Saturday, April 3, 2021

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.