„Yfirvöld þurfa líka að vinna með íþróttahreyfingunni allri og öðrum í landinu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. mars 2021 08:00 Formaður KKÍ vill að ríkisstjórnin komi til móts við íþróttahreyfinguna. Vísir/Sigurjón Hannes S. Jónsson, formaður körfuknattleikssambands Íslands, segir það ekki boðlegt að banna afreksíþróttafólki að æfa sína íþrótt. Hann segir yfirvöld þurfa að standa með íþróttahreyfingunni og saman þurfi þau að vinna lausn á vandanum. Keppnis- og æfingabann verður við lýði hér næstu þrjár vikur vegna aukinni smita í landinu Þar af leiðandi er allt mótahald KKÍ og HSÍ í uppnámi. „Þetta er alls ekki boðlegt. Eins og við höfum bent á, þetta er unnið mjög hratt. Við skiljum alveg að yfirvöld þurftu að grípa í handbremsuna en það þurfti ekki að gera það svona harkalega gagnvart tveimur efstu deildum karla og kvenna,“ sagði Hannes um ákvörðun ríkistjórnarinnar að banna alla íþróttaiðkun hér á landi. Viðtalið við Hannes má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Við hefðum viljað koma fyrr að borðinu í stað þess erum við núna búin að vera á fullu eftir þennan blaðamannafund að reyna finna út úr því hvernig við getum unnið út úr þessu. Það er bara okkar skýra krafa að við þurfum að koma afreksíþróttafólkinu okkar – sem er að keppa á efsta stigi – á æfingar. Helst í dag, síðasta lagi á morgun og það er mín einlæga von að yfirvöld sjái að sér í þessu og hleypi okkur inn í íþróttahúsin, út á íþróttavellina og þau hús sem þarf til fyrir viðkomandi íþróttir með þetta afreksíþróttastig.“ „Ef ég tala um boltagreinarnar þá erum við að tala um tvær efstu deildir karla og kvenna. Þessir aðilar verða að fá að æfa. Þá getum við farið að huga að því hvernig við getum sett upp mótið strax bara um miðjan apríl, vonandi fyrr. Ég held að ef það gengur vel næstu daga að þá munum við getað æft eins og gengur og gerist. Svo fljótlega upp úr páskum verður gefið leyfi að við fáum að keppa, þá án áhorfenda til að byrja með. Það er það sem við erum að horfa til á næstunni.“ „Við þurfum að vinna út úr þessu og við þurfum að vinna út úr þessu saman. Yfirvöld þurfa líka að vinna með okkur. Það er ekki nóg að segja að það sé í aðra áttina. Yfirvöld þurfa líka að vinna með íþróttahreyfingunni allri og öðrum í landinu hvernig best er að gera hlutina. Við höfum sýnt það að þegar kemur að sóttvarnarreglum – við, íþrótta- og körfuboltahreyfingin – höfum unnið með yfirvöldum í þessu öllu saman. Við stöndum með eim en við biðjum þau líka um að standa með okkur.“ Skortur á afreksstefnum? „Það eru alveg til afreksstefnur. Hvort sem það er í einstaka íþróttagreinum eða heilt yfir íþróttahreyfinguna, þetta er til. Á móti kemur að í því regluverki sem við búum við á Íslandi í dag varðandi það hvernig við skilgreinum þetta – kannski er það vinna sem við þurfum að gera enn betur. Kannski þurfum við að gera betur í íþróttahreyfingunni til að þetta komist betur, ég veit það ekki.“ „Fyrir mér er þetta allavega kýrskýrt og fyrir mér liggur þetta ljóst. Við meðal annars vinnum eftir reglum frá FIBA og við eigum bréf frá framkvæmdastjóra FIBA frá því fyrr í vetur þar sem talað er um að tvær efstu deildar karla á Íslandi séu afreksíþróttir og tvær efstu deildir karla og kvenna eigi að fara fram undir öllum kringumstæðum. Það sé hægt. Þannig er það á flestum stöðum í Evrópu. Hún hefur brunnið aðeins síðustu mánuði og þar er almennt íþróttastopp en efstu deildir í flestum löndum hafa fengið að ganga.“ „Við vitum það alveg að við getum gert þetta. Þetta er hægt og þess vegna biðlum við til yfirvalda um að vinna þetta með okkur,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, að lokum. Klippa: Formaður KKÍ vill að yfirvöld vinni með íþróttahreyfingu landsins Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Fleiri fréttir Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Sjá meira
Keppnis- og æfingabann verður við lýði hér næstu þrjár vikur vegna aukinni smita í landinu Þar af leiðandi er allt mótahald KKÍ og HSÍ í uppnámi. „Þetta er alls ekki boðlegt. Eins og við höfum bent á, þetta er unnið mjög hratt. Við skiljum alveg að yfirvöld þurftu að grípa í handbremsuna en það þurfti ekki að gera það svona harkalega gagnvart tveimur efstu deildum karla og kvenna,“ sagði Hannes um ákvörðun ríkistjórnarinnar að banna alla íþróttaiðkun hér á landi. Viðtalið við Hannes má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Við hefðum viljað koma fyrr að borðinu í stað þess erum við núna búin að vera á fullu eftir þennan blaðamannafund að reyna finna út úr því hvernig við getum unnið út úr þessu. Það er bara okkar skýra krafa að við þurfum að koma afreksíþróttafólkinu okkar – sem er að keppa á efsta stigi – á æfingar. Helst í dag, síðasta lagi á morgun og það er mín einlæga von að yfirvöld sjái að sér í þessu og hleypi okkur inn í íþróttahúsin, út á íþróttavellina og þau hús sem þarf til fyrir viðkomandi íþróttir með þetta afreksíþróttastig.“ „Ef ég tala um boltagreinarnar þá erum við að tala um tvær efstu deildir karla og kvenna. Þessir aðilar verða að fá að æfa. Þá getum við farið að huga að því hvernig við getum sett upp mótið strax bara um miðjan apríl, vonandi fyrr. Ég held að ef það gengur vel næstu daga að þá munum við getað æft eins og gengur og gerist. Svo fljótlega upp úr páskum verður gefið leyfi að við fáum að keppa, þá án áhorfenda til að byrja með. Það er það sem við erum að horfa til á næstunni.“ „Við þurfum að vinna út úr þessu og við þurfum að vinna út úr þessu saman. Yfirvöld þurfa líka að vinna með okkur. Það er ekki nóg að segja að það sé í aðra áttina. Yfirvöld þurfa líka að vinna með íþróttahreyfingunni allri og öðrum í landinu hvernig best er að gera hlutina. Við höfum sýnt það að þegar kemur að sóttvarnarreglum – við, íþrótta- og körfuboltahreyfingin – höfum unnið með yfirvöldum í þessu öllu saman. Við stöndum með eim en við biðjum þau líka um að standa með okkur.“ Skortur á afreksstefnum? „Það eru alveg til afreksstefnur. Hvort sem það er í einstaka íþróttagreinum eða heilt yfir íþróttahreyfinguna, þetta er til. Á móti kemur að í því regluverki sem við búum við á Íslandi í dag varðandi það hvernig við skilgreinum þetta – kannski er það vinna sem við þurfum að gera enn betur. Kannski þurfum við að gera betur í íþróttahreyfingunni til að þetta komist betur, ég veit það ekki.“ „Fyrir mér er þetta allavega kýrskýrt og fyrir mér liggur þetta ljóst. Við meðal annars vinnum eftir reglum frá FIBA og við eigum bréf frá framkvæmdastjóra FIBA frá því fyrr í vetur þar sem talað er um að tvær efstu deildar karla á Íslandi séu afreksíþróttir og tvær efstu deildir karla og kvenna eigi að fara fram undir öllum kringumstæðum. Það sé hægt. Þannig er það á flestum stöðum í Evrópu. Hún hefur brunnið aðeins síðustu mánuði og þar er almennt íþróttastopp en efstu deildir í flestum löndum hafa fengið að ganga.“ „Við vitum það alveg að við getum gert þetta. Þetta er hægt og þess vegna biðlum við til yfirvalda um að vinna þetta með okkur,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, að lokum. Klippa: Formaður KKÍ vill að yfirvöld vinni með íþróttahreyfingu landsins
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Fleiri fréttir Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Frá Akureyri til Danmerkur Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjörvar gestir Sjá meira