Erindrekar í Malasíu reknir heim til Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2021 13:12 Kassar fluttir úr sendiráði Norður-Kóreu í Kúala Lúmpúr. AP/Vincent Thian Erindrekar Norður-Kóreu hafa yfirgefið sendiráð ríkisins í Malasíu og setja stefnuna heim á leið eftir að ríkin tvö slitu opinberum samskiptum. Það var gert eftir að Malasía framseldi grunaðan glæpamann frá Norður-Kóreu til Bandaríkjanna. Fáni Norður-Kóreu við sendiráðið hefur verið tekinn niður en opinber samskipti ríkjanna tveggja hafa í raun verið engin frá árinu 2017. Þá var hálfbróðir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu myrtur með VX taugaeitri, sem er skilgreint sem gereyðingarvopn, og hafa útsendarar Norður-Kóreu verið sakaðir um morðið. Talið er að þessir útsendarar hafi platað tvær konur til að smyrja eitri framan í Kim Jong-nam. Sjá einnig: Meintur morðingi Kim Jong-nam látinn laus Fyrr í þessari viku framseldi Malasía mann frá Norður-Kóreu til Bandaríkjanna en sá er grunaður um peningaþvætti. Á föstudaginn tilkynntu yfirvöld Norður-Kóreu að þau ætluðu að slíta samskiptum formlega við ríkið og Í Malasíu var brugðist við með því að vísa erindrekum Norður-Kóreu úr landi. AP fréttaveitan hefur eftir háttsettum erindreka Norður-Kóreu í Malasíu að ríkisstjórn landsins hafi framið ófyrirgefandi glæp með því að framselja áðurnefndan mann. Þá sakaði hann ríkisstjórn Malasíu um að taka þátt í samsæri Bandaríkjanna gegn einræðisríkinu Norður-Kóreu. Erindrekinn, sem heitir Kim Yu Song, sagði að með framsalinu hefði Malasía gereyðilagt samskipti ríkjanna. Norður-Kóreumenn hafa kallað ásakanir um fjárþvætti vera uppspuna og að Bandaríkin myndu gjalda fyrir þær. Hér má sjá yfirlýsingu Kim. Sá sem var framseldur heitir Mun Chol Myong og hafði búið í Malasíu í áratug áður en hann var handtekinn í maí 2019. Hann var sakaður um svik, peningaþvætti og að koma að flutning munaðarvara frá Singapúr til Norður-Kóreu, í trássi við viðskiptaþvinganir Sameinuðu þjóðanna. Hann var framseldur eftir að Hæstiréttur Malasíu vísaði frá áfrýjun hans þar sem hann sagði ákærurnar gegn sér eiga rætur í pólitík. Malasía Norður-Kórea Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Fáni Norður-Kóreu við sendiráðið hefur verið tekinn niður en opinber samskipti ríkjanna tveggja hafa í raun verið engin frá árinu 2017. Þá var hálfbróðir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu myrtur með VX taugaeitri, sem er skilgreint sem gereyðingarvopn, og hafa útsendarar Norður-Kóreu verið sakaðir um morðið. Talið er að þessir útsendarar hafi platað tvær konur til að smyrja eitri framan í Kim Jong-nam. Sjá einnig: Meintur morðingi Kim Jong-nam látinn laus Fyrr í þessari viku framseldi Malasía mann frá Norður-Kóreu til Bandaríkjanna en sá er grunaður um peningaþvætti. Á föstudaginn tilkynntu yfirvöld Norður-Kóreu að þau ætluðu að slíta samskiptum formlega við ríkið og Í Malasíu var brugðist við með því að vísa erindrekum Norður-Kóreu úr landi. AP fréttaveitan hefur eftir háttsettum erindreka Norður-Kóreu í Malasíu að ríkisstjórn landsins hafi framið ófyrirgefandi glæp með því að framselja áðurnefndan mann. Þá sakaði hann ríkisstjórn Malasíu um að taka þátt í samsæri Bandaríkjanna gegn einræðisríkinu Norður-Kóreu. Erindrekinn, sem heitir Kim Yu Song, sagði að með framsalinu hefði Malasía gereyðilagt samskipti ríkjanna. Norður-Kóreumenn hafa kallað ásakanir um fjárþvætti vera uppspuna og að Bandaríkin myndu gjalda fyrir þær. Hér má sjá yfirlýsingu Kim. Sá sem var framseldur heitir Mun Chol Myong og hafði búið í Malasíu í áratug áður en hann var handtekinn í maí 2019. Hann var sakaður um svik, peningaþvætti og að koma að flutning munaðarvara frá Singapúr til Norður-Kóreu, í trássi við viðskiptaþvinganir Sameinuðu þjóðanna. Hann var framseldur eftir að Hæstiréttur Malasíu vísaði frá áfrýjun hans þar sem hann sagði ákærurnar gegn sér eiga rætur í pólitík.
Malasía Norður-Kórea Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira