Ísland enn eina „græna“ land álfunnar Atli Ísleifsson skrifar 19. mars 2021 07:59 Sóttvarnastofnun Evrópu birti uppfært kort í gær. Sóttvarnastofnun Evrópu Aftur er Ísland eina land Evrópu sem skilgreint er sem „grænt“ á nýuppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Auk Íslands eru tvö fylki í Noregi skilgreind sem „græn“. Uppfært kort var gefið út í gær og byggir tölfræðin á gögnum sem safnað er í vikunni áður. Um er að ræða litakóða sem sýna hvernig staðan er í hverju Evrópulandi fyrir sig varðandi faraldurinn. Land eða svæði er skilgreint grænt ef fjórtán daga nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa er undir 25 og hlutfall jákvæðra sýna undir fjögur prósent. Nýgengi innanlandssmita hér á landi er nú 2,5, en nýgengi landamærasmita 6,5. Samkvæmt tölfræði Sóttvarnastofnunarinnar sem aðskilur ekki þessi nýgengi er nýgengið hérlendis 7,96, margfalt minna en í öðrum ríkjum, Sé litið til annarra ríkja Norðurlanda má sjá að nýgengið í Svíþjóð er nú 546, í Noregi 175, Danmörku 161 og Finnlandi 168. Rauði liturinn á kortinu táknar að nýgengi smita sé annað hvort fimmtíu eða hærra og að hlutfall jákvæðra sýna sé fjögur prósent eða hærra eða þá að nýgengið sé hærra en 150. Eftir því sem hann er dekkri á kortinu er staðan alvarlegri. Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir fimmtíu en hlutfall jákvæðra sé yfir fjögur prósent eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra undir fjögur prósent. Ljósgrátt þýðir síðan að löndin eru ekki með í tölfræðinni. Hefur áhyggjur Greint var frá því fyrr í vikunni að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi lýst yfir ákveðnum áhyggjum af því fyrirkomulagi sem íslensk stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. Litakóðunarkerfi stjórnvalda mun fela það í sér að fólk sem kemur frá löndum sem Sóttvarnastofnun Evrópu metur græn eða appelsínugul þurfa ekki að sæta tvöfaldri skimun á landamærunum með fimm daga sóttkví á milli. Þórólfur sagði að til að mynda geti mismunandi svæði innan sama landsins verið merkt mismunandi lit og erfitt geti því reynst fyrir landamæraverði að vita nákvæmlega hvaðan fólk er að koma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Norðmenn og Danir þyrftu ekki að fara í sóttkví tæki litakóðakerfi gildi í dag Heilbrigðisráðherra staðfestir að litakóðakerfi verði tekið upp á landamærum 1. maí. Þá fá Evrópulönd grænan, gulan eða rauðan lit eftir fjölda smita í landinu. 16. mars 2021 20:00 „Ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af því fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. 18. mars 2021 13:04 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Uppfært kort var gefið út í gær og byggir tölfræðin á gögnum sem safnað er í vikunni áður. Um er að ræða litakóða sem sýna hvernig staðan er í hverju Evrópulandi fyrir sig varðandi faraldurinn. Land eða svæði er skilgreint grænt ef fjórtán daga nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa er undir 25 og hlutfall jákvæðra sýna undir fjögur prósent. Nýgengi innanlandssmita hér á landi er nú 2,5, en nýgengi landamærasmita 6,5. Samkvæmt tölfræði Sóttvarnastofnunarinnar sem aðskilur ekki þessi nýgengi er nýgengið hérlendis 7,96, margfalt minna en í öðrum ríkjum, Sé litið til annarra ríkja Norðurlanda má sjá að nýgengið í Svíþjóð er nú 546, í Noregi 175, Danmörku 161 og Finnlandi 168. Rauði liturinn á kortinu táknar að nýgengi smita sé annað hvort fimmtíu eða hærra og að hlutfall jákvæðra sýna sé fjögur prósent eða hærra eða þá að nýgengið sé hærra en 150. Eftir því sem hann er dekkri á kortinu er staðan alvarlegri. Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir fimmtíu en hlutfall jákvæðra sé yfir fjögur prósent eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra undir fjögur prósent. Ljósgrátt þýðir síðan að löndin eru ekki með í tölfræðinni. Hefur áhyggjur Greint var frá því fyrr í vikunni að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi lýst yfir ákveðnum áhyggjum af því fyrirkomulagi sem íslensk stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. Litakóðunarkerfi stjórnvalda mun fela það í sér að fólk sem kemur frá löndum sem Sóttvarnastofnun Evrópu metur græn eða appelsínugul þurfa ekki að sæta tvöfaldri skimun á landamærunum með fimm daga sóttkví á milli. Þórólfur sagði að til að mynda geti mismunandi svæði innan sama landsins verið merkt mismunandi lit og erfitt geti því reynst fyrir landamæraverði að vita nákvæmlega hvaðan fólk er að koma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Norðmenn og Danir þyrftu ekki að fara í sóttkví tæki litakóðakerfi gildi í dag Heilbrigðisráðherra staðfestir að litakóðakerfi verði tekið upp á landamærum 1. maí. Þá fá Evrópulönd grænan, gulan eða rauðan lit eftir fjölda smita í landinu. 16. mars 2021 20:00 „Ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af því fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. 18. mars 2021 13:04 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Norðmenn og Danir þyrftu ekki að fara í sóttkví tæki litakóðakerfi gildi í dag Heilbrigðisráðherra staðfestir að litakóðakerfi verði tekið upp á landamærum 1. maí. Þá fá Evrópulönd grænan, gulan eða rauðan lit eftir fjölda smita í landinu. 16. mars 2021 20:00
„Ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af því fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. 18. mars 2021 13:04