Ólafur Darri við hlið Jamie Dornan í nýjum hasarþáttum BBC og HBO Max Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2021 18:35 Ólafur Darri Ólafsson lék síðast í sjónvarpsþáttunum Ráðherrann. Getty/Daniel Knighton Ólafur Darri Ólafsson mun fara með eitt aðalhlutverka í spennuþáttunum The Tourist sem verða meðal annars sýndir á BBC og streymisveitunni HBO Max. Mun Ólafur þar leika við hlið grísk-austurríska leikarans Alex Dimitriades og hins írska Jamie Dornan, sem gerði garðinn frægan í 50 gráum skuggum. Greint er frá þessu á vef Deadline. Er um að ræða sex þátta seríu sem skrifaðir eru af bræðrunum Harry og Jack Williams og framleiddir af fyrirtæki þeirra Two Brother Pictures fyrir breska ríkisútvarpið í samvinnu við HBO Max og fleiri aðila. Mun Ólafur Darri þar leika Bandaríkjamanninn Billy sem flækist inn í æsispennandi eltingarleik sem leggur grunninn að þessum gamansömu hasarþáttum. Dimitriades leikur Kostas, valdamikinn auðmann sem reynist vera með vafasöm viðskiptatengsl. Þættirnir fjalla um Breta, leikinn af Jamie Dornan, sem vaknar til meðvitundar á spítala eftir að flutningabíll reyndi að keyra hann út af veginum í óbyggðum Ástralíu. Maðurinn hefur ekki hugmynd um hver hann er og þarf að rekja fortíð sína og nútíð áður en fjandmenn hans elta hann uppi og verða honum að bana. Auk Ólafs, Dornan og Dimitriades fara Danielle Macdonald, Shalom Brune-Franklin og Hugo Weaving með hlutverk í þáttunum. Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Mun Ólafur þar leika við hlið grísk-austurríska leikarans Alex Dimitriades og hins írska Jamie Dornan, sem gerði garðinn frægan í 50 gráum skuggum. Greint er frá þessu á vef Deadline. Er um að ræða sex þátta seríu sem skrifaðir eru af bræðrunum Harry og Jack Williams og framleiddir af fyrirtæki þeirra Two Brother Pictures fyrir breska ríkisútvarpið í samvinnu við HBO Max og fleiri aðila. Mun Ólafur Darri þar leika Bandaríkjamanninn Billy sem flækist inn í æsispennandi eltingarleik sem leggur grunninn að þessum gamansömu hasarþáttum. Dimitriades leikur Kostas, valdamikinn auðmann sem reynist vera með vafasöm viðskiptatengsl. Þættirnir fjalla um Breta, leikinn af Jamie Dornan, sem vaknar til meðvitundar á spítala eftir að flutningabíll reyndi að keyra hann út af veginum í óbyggðum Ástralíu. Maðurinn hefur ekki hugmynd um hver hann er og þarf að rekja fortíð sína og nútíð áður en fjandmenn hans elta hann uppi og verða honum að bana. Auk Ólafs, Dornan og Dimitriades fara Danielle Macdonald, Shalom Brune-Franklin og Hugo Weaving með hlutverk í þáttunum.
Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira