Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Mikill fjöldi fólks hefur farið í sýnatöku í dag og í gær vegna tveggja einstaklinga sem smituðust utan sóttkvíar um helgina. Þar á meðal starfsmenn Landspítala, tónleikagestir í Hörpu og íbúar í fjölbýlishúsi þar sem smitið átti sér stað.

Almannavarnir búa sig undir harðari aðgerðir ef smitið hefur breiðst út. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá verður rætt við konu sem er ein níu kvenna sem hafa kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Konurnar höfðu kært ofbeldisbrot til lögreglu en mál þeirra látin falla niður. Konan segir málsmeðferðina hafa haft meiri og verri áhrif á sig en ofbeldisbrotið sjálft.

Að auki verða sýndir bútar úr viðtali Oprah Winfrey við Megan Markle, hertogaynjuna af Sussex, og farið á strandjarðir norðaustanlands þar sem nýting rekaviðar átti stóran þátt í lífsafkomu fólks.

Þetta og margt annað í þéttum kvöldfréttapakka á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar kl. 18:30.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.