Tónlist

Bubbi og Bríet gefa út lag sem fjallar um heimilisofbeldi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bubbi og Bríet gefa út lag saman.
Bubbi og Bríet gefa út lag saman. vísir/vilhelm

Í gær kom út lagið Ástrós með Bubba Morthens en hefur hann fengið með sér að þessu sinni söngkonuna Bríeti sem hjálpar svo sannarlega til við að segja söguna.

Ásamt því ljáir GDRN laginu bakraddir. Auk félaga úr Aurora Kammerkór undir kórstjórn Sigríðar Soffíu Hafliðadóttur.

Lagið Ástrós fjallar um vandmeðfarið mál í íslensku samfélagi, heimilisofbeldi.

Ástrós er þriðja lagið sem kemur út af væntanlegri plötu en Bubbi stefnir að útgáfu hennar 6. júní.

Á plötunni eru sömu hljóðfæraleikara og á síðustu plötu Bubba, Regnbogans stræti. Það voru þeir Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari, Hjörtur Ingvi Jóhannsson hljómborðsleikari, Örn Eldjárn gítarleikari, Aron Steinn Ásbjarnarson saxófónleikari og Þorvaldur Þór Þorvaldsson trommari.

Hér að neðan má heyra lagið sjálft.

Hér að neðan má heyra viðtal við Bubba hjá Ívari Guðmunds á Bylgjunni í gær þar sem hann ræddi um útgáfu lagsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.