Sport

Zlatan segir LeBron James að hætta að skipta sér af

Sindri Sverrisson skrifar
LeBron James hefur lagt sín lóð á vogarskálarnar í réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum. Zlatan Ibrahimovic vill að hann hætti að skipta sér af pólitík.
LeBron James hefur lagt sín lóð á vogarskálarnar í réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum. Zlatan Ibrahimovic vill að hann hætti að skipta sér af pólitík. Samsett/Getty

Zlatan Ibrahimovic segir að LeBron James eigi ekki að vera að blanda sér í pólitísk umræðuefni heldur halda sig við það sem hann sé góður í – að spila körfubolta.

Þetta segir hinn sænski Zlatan í viðtali við Discovery+ í Svíþjóð sem vakið hefur mikla athygli.

Zlatan er afar hrifinn af James sem körfuboltamanni og þegar Svíinn sjálfumglaði flutti til Los Angeles til að spila fótbolta sagði hann borgina eiga kóng í James. Bætti því svo við að nú ætti borgin líka guð.

Zlatan er hins vegar minna hrifinn af afskiptum James af pólitík. James hefur til að mynda verið óhræddur við að gagnrýna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og lýsti opinberlega yfir stuðningi við Joe Biden.

James sagði að það yrði frábært að heimsækja Biden í Hvíta húsið til að halda upp á NBA-meistaratitil LA Lakers en Trump fékk aldrei NBA-meistara í heimsókn þau fjögur ár sem hann var forseti.

Stóru mistökin sem fólk gerir þegar það verður frægt

„LeBron er einstakur í því sem hann gerir en mér líkar það ekki þegar að fólk skapar sér ákveðinn sess en fer að skipta sér af pólitík á sama tíma. Gerðu það sem þú ert góður í. Vertu í þínu fagi. Ég spila fótbolta vegna þess að ég er bestur í fótbolta. Ég skipti mér ekki af pólitík. Ef að ég væri pólitískur þá myndi ég vera í stjórnmálum,“ sagði Zlatan.

„Þetta eru stóru, fyrstu mistökin sem fólk gerir þegar það verður frægt og öðlast ákveðinn sess. Haldið ykkur utan við þetta. Gerið það sem þið eruð góð í því þetta kemur ekki vel út,“ sagði Zlatan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.