Áttar sig ekki á því af hverju fólk afþakkar AstraZeneca Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. febrúar 2021 18:44 Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum. Vísir/Egill Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum, segir öll bóluefni við Covid-19 sem komið hafa fram jafngóð. Enginn marktækur munur sé á þeim með tilliti til aukaverkana. Hann segist ekki átta sig á því af hverju fólk hafi hafnað bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Talsvert hefur borið á því undanfarið að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca á þeim grundvelli að efnið sé ekki jafn virkt og önnur bóluefni, auk þess sem fólk telji aukaverkanir AstraZeneca meiri en af hinum bóluefnunum. Bóluefni frá þremur framleiðendum hafa fengið samþykki hér á landi; AstraZeneca, Pfizer og Moderna. Björn Rúnar var spurður út í muninn á bóluefnunum með tilliti til aukaverkana í þættinum Reykjavík síðdegis í dag. „Fyrir það fyrsta er virkni þessara bóluefna örugglega jafngóð þegar allt verður skoðað þannig að fólk verður að muna eftir því. Þegar kemur að tíðni aukaverkana er ekkert sem hefur enn sýnt sig að það sé marktækur munur á algengi aukaverkana eftir þessi bóluefni,“ sagði Björn. „Þau eru öll jafngóð og jafnörugg og fólk á bara að stökkva á vagninn og fá bólusetningu um leið og tækifæri gefst.“ Fékk sjálfur vægar aukaverkanir Hluti fólks fái vægar aukaverkanir, sérstaklega eftir fyrri bólusetninguna, og þá hafi komið fram mjög sjaldgæfar aukaverkanir á þriðja til fimmta degi. „En þær eru gríðarlega fátíðar og hafa gengið allar yfir á einum til tveimur dögum. Það gætu til dæmis verið útbrot eða meiri vöðvaverkir og hiti og slappleiki,“ sagði Björn. „Ég sjálfur er búinn að fá tvær, ég varð smá slappur og fékk smá hita í sólarhring eftir seinni bólusetninguna, ég fann ekki fyrir fyrri, og það var ekki AstraZeneca-bóluefnið. En það gekk yfir og á þriðja degi var ég orðinn fínn.“ Hefðir þú orðið spældur ef þú hefðir ekki fengið þessar aukaverkanir? „Það hefði staðfest það að ég sé að verða aldraður vegna þess að við vitum það að þessir öldruðu, þeir sem eru komnir sérstaklega yfir sjötugt, það er fátíðara að þeir fái þessar aukaverkanir.“ Hvað heldur þú að valdi því að fólk sé á þessari skoðun? „Ég hreinlega átta mig ekki á því og það er eiginlega hálfgerð ráðgáta. […] Þetta er grafalvarlegt mál og við búum í ótrúlega mikilli náðarkúlu og forréttindum, að hér eru nánast engin smit. Það er náttúrulega stórkostlegur árangur. Og ég held að þá verði fólk værukært. En það gleymir því að það er að verja sig fyrir því að það getur blossað upp aftur og það getur gert það mjög hratt og mjög fljótt.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefni Janssen metið öruggt og með góða virkni Bandaríska lyfjaeftirlitið segir að bóluefnið frá Janssen sé öruggt í notkun og með góða virkni gegn kórónuveirunni. Eftirlitið hefur nú lokið rannsóknum sínum á efninu og er búist við því að það fái markaðsleyfi í Bandaríkjunum á allra næstu dögum. 25. febrúar 2021 07:29 Tæplega sex þúsund einstaklingar bólusettir í þessari viku Til stendur að bólusetja tæplega sex þúsund einstaklinga gegn Covid-19 í þessari viku sem er svipaður fjöldi og í vikunni á undan. 10.530 hafa nú lokið bólusetningu hér á landi og 6.702 til viðbótar fengið fyrri bólusetningu. 22. febrúar 2021 13:28 Mótmæltu fyrirhuguðum bólusetningum Mótmælendur komu saman í borgum víða um Ástralíu í dag og mótmæltu bólusetningum gegn Covid-19, en stefnt er að því að hefja bólusetningar á mánudag með bóluefni Pfizer. Mótmælin voru að mestu friðsæl en nokkrir voru þó handteknir í Melbourne samkvæmt staðarmiðlum. 20. febrúar 2021 23:19 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Talsvert hefur borið á því undanfarið að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca á þeim grundvelli að efnið sé ekki jafn virkt og önnur bóluefni, auk þess sem fólk telji aukaverkanir AstraZeneca meiri en af hinum bóluefnunum. Bóluefni frá þremur framleiðendum hafa fengið samþykki hér á landi; AstraZeneca, Pfizer og Moderna. Björn Rúnar var spurður út í muninn á bóluefnunum með tilliti til aukaverkana í þættinum Reykjavík síðdegis í dag. „Fyrir það fyrsta er virkni þessara bóluefna örugglega jafngóð þegar allt verður skoðað þannig að fólk verður að muna eftir því. Þegar kemur að tíðni aukaverkana er ekkert sem hefur enn sýnt sig að það sé marktækur munur á algengi aukaverkana eftir þessi bóluefni,“ sagði Björn. „Þau eru öll jafngóð og jafnörugg og fólk á bara að stökkva á vagninn og fá bólusetningu um leið og tækifæri gefst.“ Fékk sjálfur vægar aukaverkanir Hluti fólks fái vægar aukaverkanir, sérstaklega eftir fyrri bólusetninguna, og þá hafi komið fram mjög sjaldgæfar aukaverkanir á þriðja til fimmta degi. „En þær eru gríðarlega fátíðar og hafa gengið allar yfir á einum til tveimur dögum. Það gætu til dæmis verið útbrot eða meiri vöðvaverkir og hiti og slappleiki,“ sagði Björn. „Ég sjálfur er búinn að fá tvær, ég varð smá slappur og fékk smá hita í sólarhring eftir seinni bólusetninguna, ég fann ekki fyrir fyrri, og það var ekki AstraZeneca-bóluefnið. En það gekk yfir og á þriðja degi var ég orðinn fínn.“ Hefðir þú orðið spældur ef þú hefðir ekki fengið þessar aukaverkanir? „Það hefði staðfest það að ég sé að verða aldraður vegna þess að við vitum það að þessir öldruðu, þeir sem eru komnir sérstaklega yfir sjötugt, það er fátíðara að þeir fái þessar aukaverkanir.“ Hvað heldur þú að valdi því að fólk sé á þessari skoðun? „Ég hreinlega átta mig ekki á því og það er eiginlega hálfgerð ráðgáta. […] Þetta er grafalvarlegt mál og við búum í ótrúlega mikilli náðarkúlu og forréttindum, að hér eru nánast engin smit. Það er náttúrulega stórkostlegur árangur. Og ég held að þá verði fólk værukært. En það gleymir því að það er að verja sig fyrir því að það getur blossað upp aftur og það getur gert það mjög hratt og mjög fljótt.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefni Janssen metið öruggt og með góða virkni Bandaríska lyfjaeftirlitið segir að bóluefnið frá Janssen sé öruggt í notkun og með góða virkni gegn kórónuveirunni. Eftirlitið hefur nú lokið rannsóknum sínum á efninu og er búist við því að það fái markaðsleyfi í Bandaríkjunum á allra næstu dögum. 25. febrúar 2021 07:29 Tæplega sex þúsund einstaklingar bólusettir í þessari viku Til stendur að bólusetja tæplega sex þúsund einstaklinga gegn Covid-19 í þessari viku sem er svipaður fjöldi og í vikunni á undan. 10.530 hafa nú lokið bólusetningu hér á landi og 6.702 til viðbótar fengið fyrri bólusetningu. 22. febrúar 2021 13:28 Mótmæltu fyrirhuguðum bólusetningum Mótmælendur komu saman í borgum víða um Ástralíu í dag og mótmæltu bólusetningum gegn Covid-19, en stefnt er að því að hefja bólusetningar á mánudag með bóluefni Pfizer. Mótmælin voru að mestu friðsæl en nokkrir voru þó handteknir í Melbourne samkvæmt staðarmiðlum. 20. febrúar 2021 23:19 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Bóluefni Janssen metið öruggt og með góða virkni Bandaríska lyfjaeftirlitið segir að bóluefnið frá Janssen sé öruggt í notkun og með góða virkni gegn kórónuveirunni. Eftirlitið hefur nú lokið rannsóknum sínum á efninu og er búist við því að það fái markaðsleyfi í Bandaríkjunum á allra næstu dögum. 25. febrúar 2021 07:29
Tæplega sex þúsund einstaklingar bólusettir í þessari viku Til stendur að bólusetja tæplega sex þúsund einstaklinga gegn Covid-19 í þessari viku sem er svipaður fjöldi og í vikunni á undan. 10.530 hafa nú lokið bólusetningu hér á landi og 6.702 til viðbótar fengið fyrri bólusetningu. 22. febrúar 2021 13:28
Mótmæltu fyrirhuguðum bólusetningum Mótmælendur komu saman í borgum víða um Ástralíu í dag og mótmæltu bólusetningum gegn Covid-19, en stefnt er að því að hefja bólusetningar á mánudag með bóluefni Pfizer. Mótmælin voru að mestu friðsæl en nokkrir voru þó handteknir í Melbourne samkvæmt staðarmiðlum. 20. febrúar 2021 23:19