Innlent

Stjórnandi hjá Kópa­vogs­bæ gefur kost á sér á lista Pírata í Reykja­vík

Atli Ísleifsson skrifar
Ingimar Þór Friðriksson.
Ingimar Þór Friðriksson. Aðsend

Ingimar Þór Friðriksson, forstöðumaður upplýsingatæknideildar Kópavogsbæjar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. til 5. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ingimari Þór. Þar kemur fram að hann hafi starfað hjá Kópavogsbæ undanfarin níu ár og unnið að verkefnum sem tengjast gagnsæi og beinu lýðræði í Kópavogi.

„Áður starfaði Ingimar meðal annars hjá eigin fyrirtæki Betri lausnir ehf. árin 2004 -2011, hjá Háskólanum í Reykjavík á árunum 2000-2004 og hjá Iðnlánasjóði og FBA árin 1989-2000. Ingimar var auk þess aðalkennari námskeiða við Háskólann í Reykjavík á árunum 2004-2016.

Megin áherslumál Ingimars er aukið gagnsæi og að tryggja jöfn tækifæri fyrir alla. Hann vill auka skilvirkni Alþingis og nýta betri lausnir varðandi eftirlit og mælingu á árangri hins opinbera,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×