Innlent

Léttir víða til eftir há­degi og hiti um frost­mark

Atli Ísleifsson skrifar
Spákortið fyrir hádegið eins og það leit út í morgun.
Spákortið fyrir hádegið eins og það leit út í morgun. Veðurstofan

Veðurstofan spáir hægri breytilegri átt á landinu í dag þar sem reikna má með lítilsháttar rigningu eða slyddu með köflum framan af deginum, einkum um vestanvert landið.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að það stytti upp og létti til eftir hádegi og verði víða léttskýjað í kvöld.

„Hiti verður í kringum frostmark en líkt og algengt er í björtu veðri þá kólnar og verður frost í öllum landshlutum í nótt.

Á morgun nálgast svo næsta lægð úr suðri og með henni fylgir vaxandi norðaustanátt, víða strekkingur eða allhvass vindur seinnipartinn. Skýjað með köflum en þurrt að kalla. Norðaustanlands verður hægari vindur og lítilsháttar slydda eða snjómugga. Vægt frost en hlýnar syðst er líður á daginn.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Norðaustan 3-10 m/s og yfirleitt þurrt en stöku skúrir eða él við ströndina, einkum syðst. Bætir heldur í vind síðdegis. Hiti um og undir frostmarki.

Á laugardag: Suðaustan 5-13 m/s en lengst af norðaustan 8-13 norðvestantil. Rigning eða slydda með köflum og hiti 0 til 5 stig.

Á sunnudag: Austlæg eða breytileg átt og rigning eða slydda með köflum en þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil. Hiti í kringum frostmark.

Á mánudag: Suðvestan átt og lítilsháttar rigning eða slydda með köflum sunnan- og vestanlands en annars þurrt að kalla. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag: Norðaustlæg átt og úrkoma um austanvert landið en þurrt að kalla vestantil. Hiti um frostmark.

Á miðvikudag: Útlit fyrir austlæga átt með dálítilli rigningu eða slyddu um allt land.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×