Dagskráin í dag: Stórveldaslagur í Safamýri, barist um Hafnafjörðinn og íslenski fótboltinn fer aftur af stað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. febrúar 2021 06:00 Það verður hart barist í Safamýri í dag. vísir/vilhelm Þrettán beinar útsendingar eru á dagskrá rása Stöð 2 Sport í dag. Frá rétt fyrir hádegi og fram á kvöld. Íslensi fótboltinn snýr aftur ásamt íslenskum handbolta, spænskum körfubolta, ítölskum fótbolta og svo miklu fleira. Stöð 2 Sport Við hefjum leik klukkan 11.20 þegar leikur Íslandsmeistara Breiðabliks og Stjörnunnar fer fram í Lengjubikar kvenna. Verður einkar forvitnilegt að sjá hvernig Blikar koma undan vetri en miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi liðsins sem og þjálfarateyminu. Klukkan 14.20 er komið að slagnum um Hafnafjörðinn. Hvort liðið fær stigin tvö og montréttinn er FH tekur á móti Haukum í Olís-deild kvenna. FH er enn án stiga á botni deildarinnar á meðan Haukar eru í 6. sæti með sjö stig. Það mun þó eflaust engu skipta í kvöld þar sem staða í deild á það til að fjúka út um gluggann í svona leikjum. Að þeim leik loknum höldum við í Safamýrina þar sem Fram tekur á móti Val í sannkölluðum stórveldaslag í Olís deild kvenna. Fram trónir á toppi deildarinnar með 12 stig, líkt og KA/Þór en Valur kemur þar á eftir og getur því farið í toppsætið með sigri. Allavega tímabundið en KA/Þór heimsækir Stjörnuna síðar í dag. Stöð 2 Sport 2 Við hefðum daginn í Skírisskógi þar sem Nottingham Forest taka á móti Bournemouth klukkan 13.25. Síðarnefnda liðið sló Burnley út úr FA-bikarnum á dögunum og hefur náð vopnum sínum eftir að Harry Redknapp var ráðinn inn til að hjálpa Jonathan Woodgate að stýra liðinu. Það má því reikna með hörku leik en Forest eru smá eins og konfektkassi, veist aldrei hvað þú færð. Klukkan 15.50 til 21.00 er svo spænski konungsbikarinn í körfubolta á dagskrá. Um er að ræða undanúrslitaleiki keppninnar. Ef það er ekki nóg af körfubolta þá er leikur Phoenix Suns og Philadlephia 76ers í NBA-deildinni á dagskrá klukkan 21.00. Stöð 2 Sport 3 Klukkan 15.50 er komið að leik Íslandsmeistara Vals og KA í Lengjubikar karla í knattspyrnu en leikið er á Akureyri. KA menn hafa styrkt lið sitt til muna undanfarið og verður forvitnilegt að sjá hvernig þeim gengur gegn Valsmönnum sem hafa einnig sótt mann og annan. Bæði lið ætla sér stóra hluti í sumar. Stöð 2 Sport 4 Topplið spænsku úrvalsdeildarinnar – Atlético Madrid – heimsækir Granada klukkan 14.00 í dag. Sigur þýðir að liðið er með þægilega forystu á toppi deildarinnar en tap gæti hleypt Barcelona og Real Madrid aftur inn í myndina. Klukkan 17.50 er komið að stórleik Napoli og Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni. Bæði lið þurfa á sigri að halda til að halda í við topplið deildarinnar, AC og Inter Milan. Sigur hjá Napoli þýðir að liðið fer upp í 4. sæti en vinni Juventus þá verður það aðeins fjórum stigum á eftir toppliði AC Milan. Til að krydda þetta einn meira þá voru þeir Rino Gattuso [þjálfari Napoli] og Andrea Pirlo [þjálfari Juventus] samherjar hjá einkar sigursælu liði AC Milan í upphafi þessarar aldar. Ef það var ekki nóg þá er leikur Barcelona og Alavés á dagskrá klukkan 20.50. Börsungar halda í vonina um að Atlético tapi svo þeir geti minnkað forystu þeirra á toppi deildarinnar. Stöð 2 Golf Klukkan 19.00 er AT&T Pebble Beach Pro-AM á dagskrá en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni. Ítalski boltinn Spænski körfuboltinn Olís-deild kvenna Íslenski boltinn Enski boltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Sjá meira
Stöð 2 Sport Við hefjum leik klukkan 11.20 þegar leikur Íslandsmeistara Breiðabliks og Stjörnunnar fer fram í Lengjubikar kvenna. Verður einkar forvitnilegt að sjá hvernig Blikar koma undan vetri en miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi liðsins sem og þjálfarateyminu. Klukkan 14.20 er komið að slagnum um Hafnafjörðinn. Hvort liðið fær stigin tvö og montréttinn er FH tekur á móti Haukum í Olís-deild kvenna. FH er enn án stiga á botni deildarinnar á meðan Haukar eru í 6. sæti með sjö stig. Það mun þó eflaust engu skipta í kvöld þar sem staða í deild á það til að fjúka út um gluggann í svona leikjum. Að þeim leik loknum höldum við í Safamýrina þar sem Fram tekur á móti Val í sannkölluðum stórveldaslag í Olís deild kvenna. Fram trónir á toppi deildarinnar með 12 stig, líkt og KA/Þór en Valur kemur þar á eftir og getur því farið í toppsætið með sigri. Allavega tímabundið en KA/Þór heimsækir Stjörnuna síðar í dag. Stöð 2 Sport 2 Við hefðum daginn í Skírisskógi þar sem Nottingham Forest taka á móti Bournemouth klukkan 13.25. Síðarnefnda liðið sló Burnley út úr FA-bikarnum á dögunum og hefur náð vopnum sínum eftir að Harry Redknapp var ráðinn inn til að hjálpa Jonathan Woodgate að stýra liðinu. Það má því reikna með hörku leik en Forest eru smá eins og konfektkassi, veist aldrei hvað þú færð. Klukkan 15.50 til 21.00 er svo spænski konungsbikarinn í körfubolta á dagskrá. Um er að ræða undanúrslitaleiki keppninnar. Ef það er ekki nóg af körfubolta þá er leikur Phoenix Suns og Philadlephia 76ers í NBA-deildinni á dagskrá klukkan 21.00. Stöð 2 Sport 3 Klukkan 15.50 er komið að leik Íslandsmeistara Vals og KA í Lengjubikar karla í knattspyrnu en leikið er á Akureyri. KA menn hafa styrkt lið sitt til muna undanfarið og verður forvitnilegt að sjá hvernig þeim gengur gegn Valsmönnum sem hafa einnig sótt mann og annan. Bæði lið ætla sér stóra hluti í sumar. Stöð 2 Sport 4 Topplið spænsku úrvalsdeildarinnar – Atlético Madrid – heimsækir Granada klukkan 14.00 í dag. Sigur þýðir að liðið er með þægilega forystu á toppi deildarinnar en tap gæti hleypt Barcelona og Real Madrid aftur inn í myndina. Klukkan 17.50 er komið að stórleik Napoli og Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni. Bæði lið þurfa á sigri að halda til að halda í við topplið deildarinnar, AC og Inter Milan. Sigur hjá Napoli þýðir að liðið fer upp í 4. sæti en vinni Juventus þá verður það aðeins fjórum stigum á eftir toppliði AC Milan. Til að krydda þetta einn meira þá voru þeir Rino Gattuso [þjálfari Napoli] og Andrea Pirlo [þjálfari Juventus] samherjar hjá einkar sigursælu liði AC Milan í upphafi þessarar aldar. Ef það var ekki nóg þá er leikur Barcelona og Alavés á dagskrá klukkan 20.50. Börsungar halda í vonina um að Atlético tapi svo þeir geti minnkað forystu þeirra á toppi deildarinnar. Stöð 2 Golf Klukkan 19.00 er AT&T Pebble Beach Pro-AM á dagskrá en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni.
Ítalski boltinn Spænski körfuboltinn Olís-deild kvenna Íslenski boltinn Enski boltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Sjá meira