Leggja aftur til að heimabruggun verði leyfð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 12:05 Í frumvarpinu segir að á liðnum árum hafi orðið til rík menning heimabruggunar hér á landi þrátt fyrir bannið. vísir/Getty Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur að nýju lagt fram frumvarp um afnám banns við heimabruggun áfengis til einkaneyslu. Frumvarpið styðja einnig flokksfélagar Helga Hrafns í Pírötum og einnig þingmenn úr röðum Viðreisnar, Samfylkingar og Vinstri Grænna. Frumvarpið hefur nokkrum sinnum áður verið lagt fram á þingi en ekki hlotið afgreiðslu. Samkvæmt núgildandi áfengislögum er bannað að framleiða áfengi til einkaneyslu. Í greinargerð með frumvarpinu segir að slíkt hafi lengi tíðkast þrátt fyrir bannið. Á liðnum árum hafi orðið til rík menning heimabruggunar. Bruggarar geri jafnan enga tilraun til að fela hana og lítil vitund virðist um að athæfið sé yfirleitt bannað. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm „Þætti verknaðurinn hneykslanlegur eða brjóta í bága við almannahagsmuni mætti ætla að slík viðhorf kæmu fram í almennri umræðu um áfengismál, en svo er ekki. Áfengismál eru réttilega mjög umdeild og því verður að taka þá staðreynd að hvorki virðist áhugi meðal yfirvalda né almennings á því að framfylgja banninu sem vísbendingu um að hið fortakslausa bann við framleiðslu áfengis til einkaneyslu eigi ekki lengur erindi í íslensku samfélagi,“ segir í greinargerð. Fjöldi umsagna hefur borist um málið í gegnum tíðina. Landlæknisembættið lagðist gegn því áið 2018 og í umsögn sagði að allar breytingar á áfengislögum sem væru til þess fallnar að auka aðgengi að áfengi eða færa til viðhorf til áfengis muni leiða til aukinnar áfengisnotkunar og skaðlegra áhrifa. Fágun, félags áhugafólks um gerjun, skilaði umsögn um málið í fyrra þar sem frumvarpinu var fagnað. Þar segir að í nágrannalöndum og almennt í vestrænum ríkjum ríki sú regla að gerjun drykkja heima við til einkanota sé leyfileg. Þessi iðja hafi auk þess almennt verið látin óáreitt af yfirvöldum hérlendis, sé hún stunduð til einkanota. Alþingi Áfengi og tóbak Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Frumvarpið styðja einnig flokksfélagar Helga Hrafns í Pírötum og einnig þingmenn úr röðum Viðreisnar, Samfylkingar og Vinstri Grænna. Frumvarpið hefur nokkrum sinnum áður verið lagt fram á þingi en ekki hlotið afgreiðslu. Samkvæmt núgildandi áfengislögum er bannað að framleiða áfengi til einkaneyslu. Í greinargerð með frumvarpinu segir að slíkt hafi lengi tíðkast þrátt fyrir bannið. Á liðnum árum hafi orðið til rík menning heimabruggunar. Bruggarar geri jafnan enga tilraun til að fela hana og lítil vitund virðist um að athæfið sé yfirleitt bannað. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm „Þætti verknaðurinn hneykslanlegur eða brjóta í bága við almannahagsmuni mætti ætla að slík viðhorf kæmu fram í almennri umræðu um áfengismál, en svo er ekki. Áfengismál eru réttilega mjög umdeild og því verður að taka þá staðreynd að hvorki virðist áhugi meðal yfirvalda né almennings á því að framfylgja banninu sem vísbendingu um að hið fortakslausa bann við framleiðslu áfengis til einkaneyslu eigi ekki lengur erindi í íslensku samfélagi,“ segir í greinargerð. Fjöldi umsagna hefur borist um málið í gegnum tíðina. Landlæknisembættið lagðist gegn því áið 2018 og í umsögn sagði að allar breytingar á áfengislögum sem væru til þess fallnar að auka aðgengi að áfengi eða færa til viðhorf til áfengis muni leiða til aukinnar áfengisnotkunar og skaðlegra áhrifa. Fágun, félags áhugafólks um gerjun, skilaði umsögn um málið í fyrra þar sem frumvarpinu var fagnað. Þar segir að í nágrannalöndum og almennt í vestrænum ríkjum ríki sú regla að gerjun drykkja heima við til einkanota sé leyfileg. Þessi iðja hafi auk þess almennt verið látin óáreitt af yfirvöldum hérlendis, sé hún stunduð til einkanota.
Alþingi Áfengi og tóbak Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira