Leggja aftur til að heimabruggun verði leyfð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 12:05 Í frumvarpinu segir að á liðnum árum hafi orðið til rík menning heimabruggunar hér á landi þrátt fyrir bannið. vísir/Getty Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur að nýju lagt fram frumvarp um afnám banns við heimabruggun áfengis til einkaneyslu. Frumvarpið styðja einnig flokksfélagar Helga Hrafns í Pírötum og einnig þingmenn úr röðum Viðreisnar, Samfylkingar og Vinstri Grænna. Frumvarpið hefur nokkrum sinnum áður verið lagt fram á þingi en ekki hlotið afgreiðslu. Samkvæmt núgildandi áfengislögum er bannað að framleiða áfengi til einkaneyslu. Í greinargerð með frumvarpinu segir að slíkt hafi lengi tíðkast þrátt fyrir bannið. Á liðnum árum hafi orðið til rík menning heimabruggunar. Bruggarar geri jafnan enga tilraun til að fela hana og lítil vitund virðist um að athæfið sé yfirleitt bannað. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm „Þætti verknaðurinn hneykslanlegur eða brjóta í bága við almannahagsmuni mætti ætla að slík viðhorf kæmu fram í almennri umræðu um áfengismál, en svo er ekki. Áfengismál eru réttilega mjög umdeild og því verður að taka þá staðreynd að hvorki virðist áhugi meðal yfirvalda né almennings á því að framfylgja banninu sem vísbendingu um að hið fortakslausa bann við framleiðslu áfengis til einkaneyslu eigi ekki lengur erindi í íslensku samfélagi,“ segir í greinargerð. Fjöldi umsagna hefur borist um málið í gegnum tíðina. Landlæknisembættið lagðist gegn því áið 2018 og í umsögn sagði að allar breytingar á áfengislögum sem væru til þess fallnar að auka aðgengi að áfengi eða færa til viðhorf til áfengis muni leiða til aukinnar áfengisnotkunar og skaðlegra áhrifa. Fágun, félags áhugafólks um gerjun, skilaði umsögn um málið í fyrra þar sem frumvarpinu var fagnað. Þar segir að í nágrannalöndum og almennt í vestrænum ríkjum ríki sú regla að gerjun drykkja heima við til einkanota sé leyfileg. Þessi iðja hafi auk þess almennt verið látin óáreitt af yfirvöldum hérlendis, sé hún stunduð til einkanota. Alþingi Áfengi og tóbak Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Frumvarpið styðja einnig flokksfélagar Helga Hrafns í Pírötum og einnig þingmenn úr röðum Viðreisnar, Samfylkingar og Vinstri Grænna. Frumvarpið hefur nokkrum sinnum áður verið lagt fram á þingi en ekki hlotið afgreiðslu. Samkvæmt núgildandi áfengislögum er bannað að framleiða áfengi til einkaneyslu. Í greinargerð með frumvarpinu segir að slíkt hafi lengi tíðkast þrátt fyrir bannið. Á liðnum árum hafi orðið til rík menning heimabruggunar. Bruggarar geri jafnan enga tilraun til að fela hana og lítil vitund virðist um að athæfið sé yfirleitt bannað. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm „Þætti verknaðurinn hneykslanlegur eða brjóta í bága við almannahagsmuni mætti ætla að slík viðhorf kæmu fram í almennri umræðu um áfengismál, en svo er ekki. Áfengismál eru réttilega mjög umdeild og því verður að taka þá staðreynd að hvorki virðist áhugi meðal yfirvalda né almennings á því að framfylgja banninu sem vísbendingu um að hið fortakslausa bann við framleiðslu áfengis til einkaneyslu eigi ekki lengur erindi í íslensku samfélagi,“ segir í greinargerð. Fjöldi umsagna hefur borist um málið í gegnum tíðina. Landlæknisembættið lagðist gegn því áið 2018 og í umsögn sagði að allar breytingar á áfengislögum sem væru til þess fallnar að auka aðgengi að áfengi eða færa til viðhorf til áfengis muni leiða til aukinnar áfengisnotkunar og skaðlegra áhrifa. Fágun, félags áhugafólks um gerjun, skilaði umsögn um málið í fyrra þar sem frumvarpinu var fagnað. Þar segir að í nágrannalöndum og almennt í vestrænum ríkjum ríki sú regla að gerjun drykkja heima við til einkanota sé leyfileg. Þessi iðja hafi auk þess almennt verið látin óáreitt af yfirvöldum hérlendis, sé hún stunduð til einkanota.
Alþingi Áfengi og tóbak Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira