Lífið

Fagna fjölbreytileika kvenna í nýrri undirfataherferð

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Myndir úr nýrri herferð Lindex sem á að hvetja allar konur til að elska eigin líkama.
Myndir úr nýrri herferð Lindex sem á að hvetja allar konur til að elska eigin líkama. Lindex

Lindex kynnir undirfatalínu vorsins með skilaboðunum „Love your breasts. We do“ eða „Elskaðu brjóstin þín, Við gerum það.“ Með herferðinni vill Lindex fagna fjölbreytileika kvenna og hvetja hverja konu til að elska sjálfa sig eins og hún er.

„Staðalímyndir hafa oft gefið fyrirfram gefnar hugmyndir um það hvernig kvenmannslíkaminn á að líta út, þessu höfum við viljað breyta. Við viljum einfaldlega hvetja allar konur til að vera þær sjálfar og elska sjálfa sig eins og þær eru óháð stærð eða vexti,“ segir Linda Olsson yfirmaður markaðsdeildar Lindex.

Löng saga Lindex sem undirfatafyrirtæki eða allt frá árinu 1954. Í tilkynningu frá Lindex kemur fram að Lindex sé nú markaðsleiðandi í sölu á undirfatnaði á Norðurlöndunum. Eitt af höfuðmarkmiðum Lindex er að efla og hvetja allar konur og er þessi undirfataherferð í takt við þau markmið.

Hægt er að fylgjast með herferðinni á Instagram síðu Lindex @lindexiceland Undirfataherferð vorsins hefst á miðvikudag en fyrstu auglýsinguna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.