Sport

Dag­skráin í dag: Domin­os-deild karla, FA-bikarinn og spænski boltinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Keflavík tekur á móti Grindavík í kvöld.
Keflavík tekur á móti Grindavík í kvöld. Vísir/Bára

Það er áhugaverður mánudagur framundan á Stöð 2 Sport. Við sýnum beint frá enska FA-bikarnum, tveimur leikjum Dominos-deild karla og frá spænska boltanum.

Stöð 2 Sport

Klukkan 17.00 er Seinni bylgjan – kvenna á dagskrá þar sem farið verður yfir síðustu umferð í Olís-deild kvenna.

Klukkan 18.05 er komið að leik Þórs Þorlákshafnar og ÍR í Dominos-deild karla en heimamenn unnu magnaðan sigur á Stjörnunni í síðustu umferð.

Klukkan 20.05 færum við okkur til Keflavíkur þar sem heimamenn mæta nágrönnum sínum í Grindavík. Að þeim leik loknum er komið að Dominos-Körfuboltakvöldi.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 19.35 er leikur Wycombe Wanderers og Tottenham Hotspur á dagskrá í FA-bikarnum. Sigurvegarinn mætir Everton í næstu umferð en ljóst er að Tottenham er mun líklegra til að komast áfram.

Stöð 2 Sport 4

Leikur Athletic Bilbao og Getafe er á dagskrá klukkan 19.50.

Stöð 2 Esport

GameTíví er í beinni klukkan 20.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×