Íbúi sem þurfti ásamt fjölskyldu sinni að yfirgefa heimili sitt á Siglufirði í gær vegna snjóflóðahættu segist undrandi því snjóflóðagarður sé við húsið. Hún telur greinilegt að verið sé að endurmeta snjóflóðavarnir á svæðinu.
Talið er að altjón hafi orðið á skíðasvæði Siglfirðinga í snjóflóði í gær en lyftan virðist hafa sloppið. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum og farið yfir stöðuna með hjá almannavörnum á Akureyri í beinni útsendingu.
Einnig verður farið yfir stöðuna vestanhafs. Joe Biden, nýr forseti Bandaríkjanna, undirritaði sautján tilskipanir strax á fyrsta degi og dró til baka nokkur af helstu embættisverkum Donalds Trump. Hann undirritar svo tíu tilskipanir til viðbótar í kvöld.
Þá fylgjumst við með umræðum um stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra á Alþingi í dag og kynnum okkur áform heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30. Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.