Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Stórtjón varð þegar vatnslögn við Háskóla Íslands gaf sig í nótt og ríflega tvö þúsund tonn af vatni flæddu um byggingar skólans. Sýnt verður frá vatnsflaumnum sem starfsfólk og slökkvilið hefur barist við í dag í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Íbúi sem þurfti ásamt fjölskyldu sinni að yfirgefa heimili sitt á Siglufirði í gær vegna snjóflóðahættu segist undrandi því snjóflóðagarður sé við húsið. Hún telur greinilegt að verið sé að endurmeta snjóflóðavarnir á svæðinu. 

Talið er að altjón hafi orðið á skíðasvæði Siglfirðinga í snjóflóði í gær en lyftan virðist hafa sloppið. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum og farið yfir stöðuna með hjá almannavörnum á Akureyri í beinni útsendingu.

Einnig verður farið yfir stöðuna vestanhafs. Joe Biden, nýr forseti Bandaríkjanna, undirritaði sautján tilskipanir strax á fyrsta degi og dró til baka nokkur af helstu embættisverkum Donalds Trump. Hann undirritar svo tíu tilskipanir til viðbótar í kvöld.

Þá fylgjumst við með umræðum um stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra á Alþingi í dag og kynnum okkur áform heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30. Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×