Biður fólk að hætta að senda tölvupósta til að komast ofar í forgangsröðun Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2021 12:21 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Sóttvarnalæknir biðlar til fólks að hætta að senda embætti landlæknis og sóttvarnalæknis tölvupósta með óskum um að komast framar í forgangsröðun í bólusetningu gegn kórónuveirunni. Slíkt skapi aðeins óþarfa álag á starfsfólk og leiði ekki til neins. „Það er rétt að ítreka enn og aftur að í forgangi eru núna þeir sem eru í mestri áhættu að smitast af Covid-19 og einnig þeir sem eru eldri en sjötugir en þeir eru líklegastir til að fá alvarlega Covid-19-sýkingu eða alvarlegar afleiðingar af henni,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þessir forgangshópar samanstandi líklega af um 40 þúsund einstaklingum. Líklega verði ekki hægt að byrja að bólusetja næsta forgangshóp fyrr en í fyrsta lagi í marsmánuði en sá hópur samanstendur af fólki undir sjötugu með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma. „Þannig þýðir lítið að vera að krefja okkur um nákvæma tímasetningu um bólusetningu á þessari stundu hjá öðrum forgangshópum. Það helgast hreinlega af því að við vitum ekki hvenær eða hversu mikið af bóluefni við fáum,“ sagði Þórólfur. Reyna útdeila bóluefnum eins réttlátt og hægt er Vonir standi til að í febrúar verði byrjað að dreifa bóluefni frá AstraZeneca og nokkru síðar bóluefninu frá Janssen/Johnson &Johnson. Þannig gætu bólusetningar gengið hraðar fyrir sig en lýst var hér að framan. Þórólfur bað fólk að endingu um að hætta að óska eftir því að komast framar í forgangsröðunina. Slíkt skapaði óþarfa álag á starfsfólk embættisins. „Ég vil biðla til fólks að láta vera að senda okkur pósta sem ætlað er að koma því framar í forgangsröðun bólusetninga. Það mun ekki leiða til neins nema valda okkur vinnuálagi við að svara. Ef við hins vegar myndum verða við öllum þessum beiðnum myndi það verða til þess að okkar viðkvæmasta fólk myndi færast neðar í forgangsröðunina. Við reynum að útdeila bóluefnum eins réttlátt og hægt er, samkvæmt fyrirliggjandi plani, þó auðvitað sé hægt að gagnrýna einstaka ákvarðanir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Fimm karlmenn handteknir eftir byssuskot Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
„Það er rétt að ítreka enn og aftur að í forgangi eru núna þeir sem eru í mestri áhættu að smitast af Covid-19 og einnig þeir sem eru eldri en sjötugir en þeir eru líklegastir til að fá alvarlega Covid-19-sýkingu eða alvarlegar afleiðingar af henni,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þessir forgangshópar samanstandi líklega af um 40 þúsund einstaklingum. Líklega verði ekki hægt að byrja að bólusetja næsta forgangshóp fyrr en í fyrsta lagi í marsmánuði en sá hópur samanstendur af fólki undir sjötugu með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma. „Þannig þýðir lítið að vera að krefja okkur um nákvæma tímasetningu um bólusetningu á þessari stundu hjá öðrum forgangshópum. Það helgast hreinlega af því að við vitum ekki hvenær eða hversu mikið af bóluefni við fáum,“ sagði Þórólfur. Reyna útdeila bóluefnum eins réttlátt og hægt er Vonir standi til að í febrúar verði byrjað að dreifa bóluefni frá AstraZeneca og nokkru síðar bóluefninu frá Janssen/Johnson &Johnson. Þannig gætu bólusetningar gengið hraðar fyrir sig en lýst var hér að framan. Þórólfur bað fólk að endingu um að hætta að óska eftir því að komast framar í forgangsröðunina. Slíkt skapaði óþarfa álag á starfsfólk embættisins. „Ég vil biðla til fólks að láta vera að senda okkur pósta sem ætlað er að koma því framar í forgangsröðun bólusetninga. Það mun ekki leiða til neins nema valda okkur vinnuálagi við að svara. Ef við hins vegar myndum verða við öllum þessum beiðnum myndi það verða til þess að okkar viðkvæmasta fólk myndi færast neðar í forgangsröðunina. Við reynum að útdeila bóluefnum eins réttlátt og hægt er, samkvæmt fyrirliggjandi plani, þó auðvitað sé hægt að gagnrýna einstaka ákvarðanir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Fimm karlmenn handteknir eftir byssuskot Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira