Sport

Dag­skráin í dag: Domin­os-deild kvenna á­samt ítalska og spænska fót­boltanum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Breiðablik - Keflavík körfubolti Dómínós deild kvenna vetur 2020-2021
Breiðablik - Keflavík körfubolti Dómínós deild kvenna vetur 2020-2021

Það er nóg um að vera í dag á Stöð 2 Sport og hliðarrásum. Við sýnum tvo leiki í Dominos-deild kvenna sem og leiki í ítalska og spænska fótboltanum ásamt golfi í nótt, aðfaranótt fimmtudags.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.10 er leikur Breiðabliks og Skallagríms á dagskrá í Dominos-deild kvenna. Breiðablik hefur aðeins unnið einn leik af fimm leikjum sínum til þessa á leiktíðinni. Skallagrímur hefur hins vegar unnið þrjá af fjórum og er meðal þeirra fimm liða sem eru með sex stig í deildinni að svo stöddu.

Við höldum okkur við Dominos-deild kvenna en klukkan 21.10 er leikur Hauka og Keflavíkur á dagskrá. Keflavík hefur unnið alla þrjá leiki sína í deildinni og er með sex stig líkt og Haukar sem hafa þó leikið fimm leiki.

Stöð 2 Sport 2

Leikur Udinese og Atalanta í ítölsku úrvalsdeildinni er á dagskrá klukkan 14.50 en leikurinn hefst klukkan 15.00. Þar sem engir áhorfendur eru leyfðir á Ítalíu er um að gera að spila leikina fyrri partinn. Klukan 18.50 er svo komið að leik Getafe og Huesca í spænsku úrvalsdeildinni.

Klukkan 21.20 er svo leikur Villareal og Granada á dagskrá, einnig í spænsku úrvalsdeildinni.

Stöð 2 Sport 4

Leikur Real Betis og Celta Vigo er í beinni útsendingu frá Spáni klukkan 20.50.

Golfstöðin

Bein útsending frá Abu Dhabi HSBC meistaramótinu í Evrópumótaröðinni hefst klukkan 04.00 í nótt, aðfaranótt fimmtudags.

Dagskráin í dag.

Hvað er framundan í beinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.