Lífið

Bókaði herbergi á draugahótelinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ekki margir sem væru til í að gista þarna. 
Ekki margir sem væru til í að gista þarna. 

Það kannast kannski sumir við það að bóka sér hótelherbergi á veraldarvefnum og myndirnar sýna kannski ekki alveg í raun og veru gæði hótelsins í raun og veru.

Á YouTube-síðunni Free Documentary má sjá þegar maður reynir að innrita sig inn á The Amber Court hotel rétt fyrir utan Kuala Lumpur í Malasíu.

Hótelið virkaði nokkuð sannfærandi á bókunarsíðunni en miðað við umsagnirnar sem Paul las um hótelið var hann ekki ýkja spenntur að gista þar.

Hótelið gengur undir nafninu draugahótelið og er 23 hæða og mörg hundruð herbergi.

Aftur á móti gengur reksturinn ekki vel og í raun gista aðeins verkamenn sem starfa í höfuðborginni í því þar sem það þykir nokkuð ódýrt.

Kannski skiljanlega þar sem það er í algjörri niðurníðslu og má sjá bílhrök út um allt í kringum hótelið.

En miðað við útlit þess að utan var hótelherbergið örlítið betra en hann gerði ráð fyrir. Paul fékk sér herbergi á 22. hæð en þokan var gríðarleg og því útsýnið lítið.

Erfilega gekk að finna móttökuna og hvernig hann ætti í raun að innrita sig á hótelið en það hafðist að lokum og má sjá hvernig þetta allt saman gekk fyrir sig hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×