Níu þúsund börn létust á írskum heimilum fyrir ógiftar mæður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. janúar 2021 23:04 Stofnanirnar komust í heimsfréttirnar árið 2014 þegar líkamsleifar hundruða barna fundust grafin þar sem áður var rekið heimili fyrir ógiftar mæður og börn þeirra. Á 19. og 20. öld létust 9.000 börn á átján stofnunum á Írlandi fyrir konur og stúlkur sem urðu þungaðar utan hjónabands. Þetta kemur fram í skýrslu sem kynnt var í dag en forsætisráðherra landsins segir um að ræða myrkan, erfiðan og skammarlegan kafla í sögu þjóðarinnar. „Við verðum sem þjóð að horfast í augu við allan sannleika fortíðar okkar,“ sagði Micheál Martin fyrr í dag en á morgun mun hann biðja hlutaðeigandi afsökunar á írska þinginu. Heimilin átján sem voru til rannsóknar hýstu 56 þúsund mæður og 57 þúsund börn á umræddu tímabili. Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að um 15% þeirra barna sem fæddust á heimilunum hefðu látist. Mörg þeirra barna sem fæddust á heimilunum voru ættleidd eða flutt á munaðarleysingjaheimili kaþólsku kirkjunnar. Í skýrslunni segir að konurnar og börnin hefðu ekki átt heima á umræddum stofnunum og að margar kvennanna hefðu verið beittar andlegu ofbeldi. Forsætisráðherrann sagði írsku þjóðina hafa komið einstaklega illa fram við mæðurnar og börnin.epa/Julien Behal Sláandi skortur á grundvallar manngæsku „Innlagnir“ á heimilin voru flestar á 7. og 8. áratug síðustu aldar en oft voru það fjölskyldur kvennanna sem sendu þær á stofnanir af ótta við skömmina sem fylgdi því þegar konur urðu þungaðar utan hjónabands. Forsætisráðherrann sagði í dag að írska þjóðin hefði komið einstaklega illa fram við þessar konur og börnin þeirra. Afstaðan til kynlífs og nándar hefði verið öfugsnúin og ungar mæður og börnin þeirra hefðu verið látin gjalda fyrir. Sem þjóðfélag hefðu Írar leyft dómhörku og afbrigðilegu trúarlegu siðferði og stjórnun ráða för. „En það sem er mest sláandi er skorturinn á grundvallar manngæsku,“ sagði hann. Skortur á manngæsku og mannvonska virðast hafa verið gegnumgangandi en engar vísbendingar fundust um kynferðisofbeldi eða líkamlegt ofbeldi. Barnamálaráðherrann Roderic O'Gorman sagði að skýrslan sýndi að ógiftar mæður og börn þeirra hefðu um áratugalangt skeið mætt fordómum sem rændu þau sjálfræðinu og í sumum tilvikum, framtíðinni. Rannsóknarnefndin telur að hvergi í heiminum hafi fleiri ógiftar mæður verið sendar á sérstök heimili en á Írlandi. Björguðu ekki lífum, heldur settu þau í hættu Í skýrslunni kemur fram að áþekk heimili hafi verið rekin víðar um heim en hlutfall ógiftra mæðra sem var sendur á slíkar stofnanir hafi líklega hvergi verið hærra en á Írlandi. „Á árunum fyrir 1960 björguðu mæðra- og barnaheimili ekki lífum „óskilgetinna“ barna; þau virðast þvert á móti hafa dregið umtalsvert úr lífslíkum þeirra,“ segir í skýrslunni. Heimilin komust fyrst í heimsfréttirnar árið 2014 þegar fjöldi líkamsleifa fannst í Tuam í Galway-sýslu, þar sem áður var rekið mæðra- og barnaheimili. Sagnfræðingurinn Catherine Corless komst að þeirri niðurstöðu að 796 börn hefðu verið grafin á jörðinni. Corless gagnrýndi í dag hvernig málið hefði verið afgreitt með fjarfundi forsætisráðherrans og þolenda. „Margir þolendanna eru í miklu uppnámi, þeim finnst bara verið að henda í þá bætur, það eigi að borga þeim og svo gleyma þessu.“ Rannsóknarnefndin hefur lagt fram tillögur um úrbætur í 53 liðum, þeirra á meðal eru bætur til handa þolendum og leiðir til að minnast atburðanna. BBC og Guardian greindu frá. Írland Ofbeldi gegn börnum Jafnréttismál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
„Við verðum sem þjóð að horfast í augu við allan sannleika fortíðar okkar,“ sagði Micheál Martin fyrr í dag en á morgun mun hann biðja hlutaðeigandi afsökunar á írska þinginu. Heimilin átján sem voru til rannsóknar hýstu 56 þúsund mæður og 57 þúsund börn á umræddu tímabili. Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að um 15% þeirra barna sem fæddust á heimilunum hefðu látist. Mörg þeirra barna sem fæddust á heimilunum voru ættleidd eða flutt á munaðarleysingjaheimili kaþólsku kirkjunnar. Í skýrslunni segir að konurnar og börnin hefðu ekki átt heima á umræddum stofnunum og að margar kvennanna hefðu verið beittar andlegu ofbeldi. Forsætisráðherrann sagði írsku þjóðina hafa komið einstaklega illa fram við mæðurnar og börnin.epa/Julien Behal Sláandi skortur á grundvallar manngæsku „Innlagnir“ á heimilin voru flestar á 7. og 8. áratug síðustu aldar en oft voru það fjölskyldur kvennanna sem sendu þær á stofnanir af ótta við skömmina sem fylgdi því þegar konur urðu þungaðar utan hjónabands. Forsætisráðherrann sagði í dag að írska þjóðin hefði komið einstaklega illa fram við þessar konur og börnin þeirra. Afstaðan til kynlífs og nándar hefði verið öfugsnúin og ungar mæður og börnin þeirra hefðu verið látin gjalda fyrir. Sem þjóðfélag hefðu Írar leyft dómhörku og afbrigðilegu trúarlegu siðferði og stjórnun ráða för. „En það sem er mest sláandi er skorturinn á grundvallar manngæsku,“ sagði hann. Skortur á manngæsku og mannvonska virðast hafa verið gegnumgangandi en engar vísbendingar fundust um kynferðisofbeldi eða líkamlegt ofbeldi. Barnamálaráðherrann Roderic O'Gorman sagði að skýrslan sýndi að ógiftar mæður og börn þeirra hefðu um áratugalangt skeið mætt fordómum sem rændu þau sjálfræðinu og í sumum tilvikum, framtíðinni. Rannsóknarnefndin telur að hvergi í heiminum hafi fleiri ógiftar mæður verið sendar á sérstök heimili en á Írlandi. Björguðu ekki lífum, heldur settu þau í hættu Í skýrslunni kemur fram að áþekk heimili hafi verið rekin víðar um heim en hlutfall ógiftra mæðra sem var sendur á slíkar stofnanir hafi líklega hvergi verið hærra en á Írlandi. „Á árunum fyrir 1960 björguðu mæðra- og barnaheimili ekki lífum „óskilgetinna“ barna; þau virðast þvert á móti hafa dregið umtalsvert úr lífslíkum þeirra,“ segir í skýrslunni. Heimilin komust fyrst í heimsfréttirnar árið 2014 þegar fjöldi líkamsleifa fannst í Tuam í Galway-sýslu, þar sem áður var rekið mæðra- og barnaheimili. Sagnfræðingurinn Catherine Corless komst að þeirri niðurstöðu að 796 börn hefðu verið grafin á jörðinni. Corless gagnrýndi í dag hvernig málið hefði verið afgreitt með fjarfundi forsætisráðherrans og þolenda. „Margir þolendanna eru í miklu uppnámi, þeim finnst bara verið að henda í þá bætur, það eigi að borga þeim og svo gleyma þessu.“ Rannsóknarnefndin hefur lagt fram tillögur um úrbætur í 53 liðum, þeirra á meðal eru bætur til handa þolendum og leiðir til að minnast atburðanna. BBC og Guardian greindu frá.
Írland Ofbeldi gegn börnum Jafnréttismál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira