Tónlist

Milljónir hafa horft á nýja myndband The Weeknd

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rosalegt myndband frá The Weeknd.
Rosalegt myndband frá The Weeknd.

Abel Makkonen Tesfaye betur þekktur sem tónlistarmaðurinn The Weeknd frumsýndi í gær nýtt myndband við lagið Save Your Tears.

The Weeknd átti eitt allra vinsælasta lag síðasta árs, Blinding Lights og hefur verið að vekja mikla athygli um heim allan undanfarna mánuði.

Myndbönd hans þykja virkilega góð og hefur tónlistarmaðurinn lagt mikið upp úr því að gefa út tónlistarmyndband þar sem hann leggur allt í sölurnar.

Hér að neðan má sjá nýja myndbandið frá þessum þrítuga kanadíska tónlistarmanni en á aðeins nokkrum klukkustundum hefur verið horft á það um fimm milljón sinnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.