Norðmenn héldu EM draumnum á lífi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lars Lagerbäck, þjálfari norska liðsins.
Lars Lagerbäck, þjálfari norska liðsins. Vísir/Getty
Norðmenn unnu mikilvægan sigur í baráttunni um sæti á EM 2020 í kvöld. Finnar tryggðu sæti sitt.Möguleiki Norðmanna á að fara upp úr riðlinum er lítill, en þó enn ekki úr sögunni þar sem þeir fóru létt með að sigra Færeyinga á heimavelli.Það tók Tore Reginiussen aðeins fjórar mínútur að koma Norðmönnum yfir og Iver Fossum var búinn að koma þeim í 2-0 á 8. mínútu.Í seinni hálfelik skoraði Alexander Sorloth tvö mörk á þriggja mínútna kafla og gerði endanlega út um leikinn, lokatölur 4-0.Norðmenn eru með 14 stig í riðlinum í fjórða sæti, líkt og Rúmenar og stigi á eftir Svíum. Rúmenar og Svíar mætast seinna í kvöld. Þar þurfa Norðmenn á jafntefli að halda.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.