Menning

Bein útsending: Hystory

Andri Eysteinsson skrifar
Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og Birgitta Birgisdóttir léku í Hystory á sínum tíma og munu leiklesa verkið í kvöld.
Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og Birgitta Birgisdóttir léku í Hystory á sínum tíma og munu leiklesa verkið í kvöld. Borgarleikhúsið

Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanninu. Í kvöld klukkan 20 verður sýnt frá leiklestri á leikritinu Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur.

Sokkabandið sýndi Hystory í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar á Litla sviði Borgarleikhússins leikárið 2014-2015 og hlaut einróma lof gagnrýnenda. 

Leikkonurnar Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og Birgitta Birgisdóttir léku í Hystory á sínum tíma og munu í kvöld leiklesa verkið.

Klippa: Hystory - leiklestur í Borgarleikhúsinu

Fleira skemmtilegt efni frá Borgarleikhúsinu má sjá á Instagram og Facebook-síðum leikhússins en þær síður eru uppfærðar nær daglega með efni tengdu starfsemi og sýningum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.