Enski boltinn

Rodgers: Við finnum ekki fyrir pressunni

Suarez fagnar marki sínu um helgina.
Suarez fagnar marki sínu um helgina. vísir/getty
Eftir að hafa verið að elta ansi lengi er Liverpool allt í einu komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar og verður meistari klári liðið sína leiki.

Það var pressa á liðinu fyrir leikinn gegn Tottenham í gær en liðið geislaði af sjálfstrausti og valtaði yfir Spurs.

"Við finnum ekki fyrir pressunni og erum mjög öruggir með okkar sjálfa og okkar spilamennsku," sagði stjórinn Brendan Rodgers ískaldur.

Liverpool komst síðast á toppinn um jólin. Liðið er með tveggja stiga forskot á Chelsea og er fjórum stigum á undan Man. City sem á tvo leiki til góða.

Þar sem Liverpool á eftir að spila gegn Man. City, og reyndar Chelsea líka, eru örlögin í þeirra höndum en liðið varð síðast enskur meistari árið 1990.

"Draumur okkar allra er auðvitað að vinna titilinn. Það er orðið langt síðan en ég er ekki að hugsa um það. Chelsea og Man. City vita bæði að það verður gríðarlega erfitt að sækja okkur heim. Við elskum að spila hérna og stuðningurinn er ótrúlegur."


Tengdar fréttir

Suarez sló markamet Fowlers

Luis Suarez sló í dag met Robbies Fowler yfir flest mörk leikmanns Liverpool á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni.

Góð helgi fyrir Liverpool - öll mörkin úr leikjunum inn á Vísi

Þetta var góð helgi fyrir Liverpool-menn í ensku boltanum en Liverpool-liðið komst í efsta sæti deildarinnar eftir 4-0 stórsigur á Tottenham á Anfield í dag. Eins og vanalega er hægt að nálgast flottar samantektir á öllum leikjum ensku úrvalsdeildarinnar inn á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×