Enski boltinn

Milner og Ings á skotskónum í Ástralíu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Dejan Lovren í leiknum í dag.
Dejan Lovren í leiknum í dag. Vísir/Getty
James Milner og Danny Ings skoruðu mörk Liverpool í 2-0 sigri á Adelaide United en leiknum lauk rétt í þessu.

Milner virðist finna sig vel í Ástralíu en hann skoraði einnig sigurmark Liverpool gegn Brisbane Roar á dögunum. Mark Milners kom eftir skarpa skyndisókn þar sem hann stýrði fyrirgjöf Jordon Ibe í netið af stuttu færi.

Ings bætti síðan við marki stuttu fyrir leikslok, hans fyrsta fyrir félagið eftir að hafa gengið til liðs við Liverpool frá Burnley í sumar. Nathaniel Clyne átti sendingu inn fyrir vörn Adelaide þar sem Ings var mættur, lék á markvörðinn og renndi boltanum í autt netið.

Næsti leikur Liverpool er gegn úrvalsliði Malasíu en hann fer fram á föstudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×