Innlent

Mjólk og mjólkurvörur hækka um áramótin

MYND/GVA

Heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurðar hækkar um á bilinu 2,8-3,5 prósent um áramótin samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar búavara.

Á vef landbúnaðarráðuneytisins kemur fram að heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða hafi verið óbreytt síðastliðin tvö ár á meðan vísitala neysluverðs hafi hækkað um rúm 13 prósent. Hækkunin á vörunum byggist á því að vinnslu- og dreifingarkostnaður og verð til bænda hefur hækkað um um eina krónu og 94 aura á hvern lítra mjólkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×