Innlent

Sendiherrabústaður fór á 350 milljónir króna

Utanríkisráðuneytið seldi nú síðdegis sendiherrabústað Íslendinga í Danmörku á röskar þrjúhundruð og fimmtíu milljónir íslenskra króna.

Sendiherra Íslands í Danmörku, Svavar Gestsson, flytur því fljótlega eftir áramót í nýtt hús á Friðriksbergi sem ríkið keypti í haust á tæpar tvöhundruð og þrjátíu milljónir.

Að sögn rekstrarskrifstofustjóra ráðuneytisins er nýja húsið á Fuglebakkevej því minna, ódýrara og betur staðsett, en gamli bústaðurinn. Féð sem losnar við húsaskiptin, um hundrað og tuttugu milljónir, renna aftur í ríkissjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×