Erlent

Leiðtogi ETA handtekinn

Leiðtoginn Jurdan Mrtitegi Lizaso var handtekinn í gær.
Leiðtoginn Jurdan Mrtitegi Lizaso var handtekinn í gær.

Baskinn og ETA leiðtoginn Jurdan Mrtitegi Lizaso hefur verið handtekinn samkvæmt fréttastofu BBC. Hann er talinn leiðtogi aðskilnaðarhreyfingarinnar.

Hann var handtekinn í suðurvestur-Frakklandi í dag. Með honum voru tveir aðrir ETA liðar sem voru einnig handteknir. Engar fregnir hafa borist um það hvort átök hafi átt sér stað.

Fregnirnar koma aðeins viku eftir að annar háttsettur skæruliði innan ETA var handtekinn.

ETA samtökin eru talin ábyrg fyrir dauða meira en áttahundruð einstaklinga yfir fjörtíu ára tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×