Lífið

Moore ósáttur við Bond

Gamli Bond-leikarinn er ósáttur við síðustu Bond-myndina.
nordicphotos/Getty
Gamli Bond-leikarinn er ósáttur við síðustu Bond-myndina. nordicphotos/Getty
Sir Roger Moore segir að síðasta myndin um James Bond, Quantum of Solace, hafi verið eins og sundurlaus auglýsing. Moore, sem fór með hlutverk njósnara hennar hátignar í sjö myndum á árunum 1973-1985, segir að sagan sé ekki nóg sterk og myndin sé of löng. Þá gagnrýnir hann vöruinnsetningar í myndinni. „Ég var ekki hrifinn af síðustu Bond-mynd. Hún er var eins og löng, sundurlaus auglýsing,“ sagði hann.

Hinn 84 ára Moore skaut einnig föstum skotum á forvera sinn í hlutverki Bond, Sir Sean Connery, þegar hann sagðist eiga í erfiðleikum með að skilja skoskan hreim hans. „Sean er góður leikari, mér þykir leitt að ég skil ekki hvað hann segir,“ sagði Moore á fundi með námsmönnum í Cambridge í síðustu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.