Fréttaskýring: Er fólksflóttinn ofmetinn? 17. desember 2011 15:00 Verktakafyrirtæki hafa farið illa í hruninu en næga vinnu er að finna í Noregi fyrir iðnaðarmenn.fréttablaðið/vilhelm Gefur tölfræði um atvinnuleysi villandi mynd af efnahagsástandinu vegna fjölda brottfluttra? Í opinberri umræðu um atvinnuleysi á Íslandi frá hruni er því haldið fram að hafa beri fólksflótta í huga á tímabilinu ef greina á vandann af nákvæmni. Um sex þúsund manns hafa flutt af landi brott umfram þá sem hafa leitað aftur heim og því haldið fram að atvinnuleysistölur væru 3 til 4 prósentustigum hærra ef ekki hefði komið til þessa. En er það svo? Hafa ber í huga í þessu samhengi að fjölmargt ræður því hvort og hvenær fólk flyst búferlum. En að öllu öðru óbreyttu, ef engin breyting hefði orðið á búferlaflutningum Íslendinga frá venjubundnu árferði, má setja upp módel til að meta samband fólksflótta og tölfræði um atvinnuleysi. Skráð atvinnuleysi í nóvember 2011 var 7,1%, eða 12.354 atvinnulausir, samkvæmt nýjustu tölum Vinnumálastofnunar. Að jafnaði hafa tæplega 500 Íslendingar flutt frá landinu umfram aðflutta á ári síðustu áratugi, þannig að við horfum fram hjá þeim fjölda. Á síðustu þremur árum (2009-2011) hafa að auki 4.500 Íslendingar flust á brott, eða 1.500 að jafnaði á ári, og það er sá fjöldi sem líta ber til. Af þessum 4.500 voru um 4.200 á vinnualdri. Af þessum 4.200 hefðu um 750 farið í skóla eða verið heimavinnandi, ef miðað er við opinberar tölur um atvinnuþátttöku almennt, og 3.450 manns væru því á vinnumarkaði. Vandamálið er því að áætla hve margir af þessum 3.450 væru atvinnulausir. Í fréttaskýringu um atvinnuleysi sem Fréttablaðið birti fyrr á þessu ári kom fram að meirihluti þeirra sem þá höfðu flutt var ekki á atvinnuleysisskrá fyrir flutninga. Trúlegt er að menn hafi samt í einhverjum mæli flutt vegna þess að þeir voru að missa vinnu og hefðu skráð sig atvinnulausa að öðrum kosti. Þegar menn hætta í vinnu og flytja til útlanda er trúlega eitthvað um ráðningar af atvinnuleysisskrá í staðinn. Við vitum þó að í mörgum tilvikum taka þeir starfsmenn sem fyrir eru þau verkefni sem sá brottflutti sinnti, fremur en að ráðinn sé nýr inn. Síðan verður að gera ráð fyrir að ef þessir 4.500 manns hefðu búið áfram á Íslandi, þá hefðu þeir skapað einhver störf, bæði beint og svo óbeint í þjónustu og verslun. Því er forvitnilegt að reikna út frá þeim forsendum hvernig dæmið liti út ef þriðjungur áðurnefnda hópsins væri atvinnulaus, helmingur eða einn fjórði hópsins. Dæmi með þriðjungi atvinnulausra gefur að atvinnulausir væru um 1.150 af 3.450. Atvinnulausir í lok nóvember væru þá 13.504 í stað 12.354. Atvinnuleysið væri þá um 7,6% í stað 7,1%, eða hærra sem næmi hálfu prósentustigi. Ef gert er ráð fyrir að fjórðungur væri atvinnulaus af þeim hópi sem flutti brott gæfi það 7,4% atvinnuleysi. Helmingur hópsins gæfi síðan 7,9% atvinnuleysi. Samkvæmt dæminu hefði atvinnuleysið á Íslandi því verið frá 0,3 og upp í 0,8 prósentustigum hærra ef ekki hefði komið til þessi brottflutningur Íslendinga síðustu þrjú ár. svavar@frettabladid.is Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Gefur tölfræði um atvinnuleysi villandi mynd af efnahagsástandinu vegna fjölda brottfluttra? Í opinberri umræðu um atvinnuleysi á Íslandi frá hruni er því haldið fram að hafa beri fólksflótta í huga á tímabilinu ef greina á vandann af nákvæmni. Um sex þúsund manns hafa flutt af landi brott umfram þá sem hafa leitað aftur heim og því haldið fram að atvinnuleysistölur væru 3 til 4 prósentustigum hærra ef ekki hefði komið til þessa. En er það svo? Hafa ber í huga í þessu samhengi að fjölmargt ræður því hvort og hvenær fólk flyst búferlum. En að öllu öðru óbreyttu, ef engin breyting hefði orðið á búferlaflutningum Íslendinga frá venjubundnu árferði, má setja upp módel til að meta samband fólksflótta og tölfræði um atvinnuleysi. Skráð atvinnuleysi í nóvember 2011 var 7,1%, eða 12.354 atvinnulausir, samkvæmt nýjustu tölum Vinnumálastofnunar. Að jafnaði hafa tæplega 500 Íslendingar flutt frá landinu umfram aðflutta á ári síðustu áratugi, þannig að við horfum fram hjá þeim fjölda. Á síðustu þremur árum (2009-2011) hafa að auki 4.500 Íslendingar flust á brott, eða 1.500 að jafnaði á ári, og það er sá fjöldi sem líta ber til. Af þessum 4.500 voru um 4.200 á vinnualdri. Af þessum 4.200 hefðu um 750 farið í skóla eða verið heimavinnandi, ef miðað er við opinberar tölur um atvinnuþátttöku almennt, og 3.450 manns væru því á vinnumarkaði. Vandamálið er því að áætla hve margir af þessum 3.450 væru atvinnulausir. Í fréttaskýringu um atvinnuleysi sem Fréttablaðið birti fyrr á þessu ári kom fram að meirihluti þeirra sem þá höfðu flutt var ekki á atvinnuleysisskrá fyrir flutninga. Trúlegt er að menn hafi samt í einhverjum mæli flutt vegna þess að þeir voru að missa vinnu og hefðu skráð sig atvinnulausa að öðrum kosti. Þegar menn hætta í vinnu og flytja til útlanda er trúlega eitthvað um ráðningar af atvinnuleysisskrá í staðinn. Við vitum þó að í mörgum tilvikum taka þeir starfsmenn sem fyrir eru þau verkefni sem sá brottflutti sinnti, fremur en að ráðinn sé nýr inn. Síðan verður að gera ráð fyrir að ef þessir 4.500 manns hefðu búið áfram á Íslandi, þá hefðu þeir skapað einhver störf, bæði beint og svo óbeint í þjónustu og verslun. Því er forvitnilegt að reikna út frá þeim forsendum hvernig dæmið liti út ef þriðjungur áðurnefnda hópsins væri atvinnulaus, helmingur eða einn fjórði hópsins. Dæmi með þriðjungi atvinnulausra gefur að atvinnulausir væru um 1.150 af 3.450. Atvinnulausir í lok nóvember væru þá 13.504 í stað 12.354. Atvinnuleysið væri þá um 7,6% í stað 7,1%, eða hærra sem næmi hálfu prósentustigi. Ef gert er ráð fyrir að fjórðungur væri atvinnulaus af þeim hópi sem flutti brott gæfi það 7,4% atvinnuleysi. Helmingur hópsins gæfi síðan 7,9% atvinnuleysi. Samkvæmt dæminu hefði atvinnuleysið á Íslandi því verið frá 0,3 og upp í 0,8 prósentustigum hærra ef ekki hefði komið til þessi brottflutningur Íslendinga síðustu þrjú ár. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði