Fréttaskýring: Er fólksflóttinn ofmetinn? 17. desember 2011 15:00 Verktakafyrirtæki hafa farið illa í hruninu en næga vinnu er að finna í Noregi fyrir iðnaðarmenn.fréttablaðið/vilhelm Gefur tölfræði um atvinnuleysi villandi mynd af efnahagsástandinu vegna fjölda brottfluttra? Í opinberri umræðu um atvinnuleysi á Íslandi frá hruni er því haldið fram að hafa beri fólksflótta í huga á tímabilinu ef greina á vandann af nákvæmni. Um sex þúsund manns hafa flutt af landi brott umfram þá sem hafa leitað aftur heim og því haldið fram að atvinnuleysistölur væru 3 til 4 prósentustigum hærra ef ekki hefði komið til þessa. En er það svo? Hafa ber í huga í þessu samhengi að fjölmargt ræður því hvort og hvenær fólk flyst búferlum. En að öllu öðru óbreyttu, ef engin breyting hefði orðið á búferlaflutningum Íslendinga frá venjubundnu árferði, má setja upp módel til að meta samband fólksflótta og tölfræði um atvinnuleysi. Skráð atvinnuleysi í nóvember 2011 var 7,1%, eða 12.354 atvinnulausir, samkvæmt nýjustu tölum Vinnumálastofnunar. Að jafnaði hafa tæplega 500 Íslendingar flutt frá landinu umfram aðflutta á ári síðustu áratugi, þannig að við horfum fram hjá þeim fjölda. Á síðustu þremur árum (2009-2011) hafa að auki 4.500 Íslendingar flust á brott, eða 1.500 að jafnaði á ári, og það er sá fjöldi sem líta ber til. Af þessum 4.500 voru um 4.200 á vinnualdri. Af þessum 4.200 hefðu um 750 farið í skóla eða verið heimavinnandi, ef miðað er við opinberar tölur um atvinnuþátttöku almennt, og 3.450 manns væru því á vinnumarkaði. Vandamálið er því að áætla hve margir af þessum 3.450 væru atvinnulausir. Í fréttaskýringu um atvinnuleysi sem Fréttablaðið birti fyrr á þessu ári kom fram að meirihluti þeirra sem þá höfðu flutt var ekki á atvinnuleysisskrá fyrir flutninga. Trúlegt er að menn hafi samt í einhverjum mæli flutt vegna þess að þeir voru að missa vinnu og hefðu skráð sig atvinnulausa að öðrum kosti. Þegar menn hætta í vinnu og flytja til útlanda er trúlega eitthvað um ráðningar af atvinnuleysisskrá í staðinn. Við vitum þó að í mörgum tilvikum taka þeir starfsmenn sem fyrir eru þau verkefni sem sá brottflutti sinnti, fremur en að ráðinn sé nýr inn. Síðan verður að gera ráð fyrir að ef þessir 4.500 manns hefðu búið áfram á Íslandi, þá hefðu þeir skapað einhver störf, bæði beint og svo óbeint í þjónustu og verslun. Því er forvitnilegt að reikna út frá þeim forsendum hvernig dæmið liti út ef þriðjungur áðurnefnda hópsins væri atvinnulaus, helmingur eða einn fjórði hópsins. Dæmi með þriðjungi atvinnulausra gefur að atvinnulausir væru um 1.150 af 3.450. Atvinnulausir í lok nóvember væru þá 13.504 í stað 12.354. Atvinnuleysið væri þá um 7,6% í stað 7,1%, eða hærra sem næmi hálfu prósentustigi. Ef gert er ráð fyrir að fjórðungur væri atvinnulaus af þeim hópi sem flutti brott gæfi það 7,4% atvinnuleysi. Helmingur hópsins gæfi síðan 7,9% atvinnuleysi. Samkvæmt dæminu hefði atvinnuleysið á Íslandi því verið frá 0,3 og upp í 0,8 prósentustigum hærra ef ekki hefði komið til þessi brottflutningur Íslendinga síðustu þrjú ár. svavar@frettabladid.is Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Gefur tölfræði um atvinnuleysi villandi mynd af efnahagsástandinu vegna fjölda brottfluttra? Í opinberri umræðu um atvinnuleysi á Íslandi frá hruni er því haldið fram að hafa beri fólksflótta í huga á tímabilinu ef greina á vandann af nákvæmni. Um sex þúsund manns hafa flutt af landi brott umfram þá sem hafa leitað aftur heim og því haldið fram að atvinnuleysistölur væru 3 til 4 prósentustigum hærra ef ekki hefði komið til þessa. En er það svo? Hafa ber í huga í þessu samhengi að fjölmargt ræður því hvort og hvenær fólk flyst búferlum. En að öllu öðru óbreyttu, ef engin breyting hefði orðið á búferlaflutningum Íslendinga frá venjubundnu árferði, má setja upp módel til að meta samband fólksflótta og tölfræði um atvinnuleysi. Skráð atvinnuleysi í nóvember 2011 var 7,1%, eða 12.354 atvinnulausir, samkvæmt nýjustu tölum Vinnumálastofnunar. Að jafnaði hafa tæplega 500 Íslendingar flutt frá landinu umfram aðflutta á ári síðustu áratugi, þannig að við horfum fram hjá þeim fjölda. Á síðustu þremur árum (2009-2011) hafa að auki 4.500 Íslendingar flust á brott, eða 1.500 að jafnaði á ári, og það er sá fjöldi sem líta ber til. Af þessum 4.500 voru um 4.200 á vinnualdri. Af þessum 4.200 hefðu um 750 farið í skóla eða verið heimavinnandi, ef miðað er við opinberar tölur um atvinnuþátttöku almennt, og 3.450 manns væru því á vinnumarkaði. Vandamálið er því að áætla hve margir af þessum 3.450 væru atvinnulausir. Í fréttaskýringu um atvinnuleysi sem Fréttablaðið birti fyrr á þessu ári kom fram að meirihluti þeirra sem þá höfðu flutt var ekki á atvinnuleysisskrá fyrir flutninga. Trúlegt er að menn hafi samt í einhverjum mæli flutt vegna þess að þeir voru að missa vinnu og hefðu skráð sig atvinnulausa að öðrum kosti. Þegar menn hætta í vinnu og flytja til útlanda er trúlega eitthvað um ráðningar af atvinnuleysisskrá í staðinn. Við vitum þó að í mörgum tilvikum taka þeir starfsmenn sem fyrir eru þau verkefni sem sá brottflutti sinnti, fremur en að ráðinn sé nýr inn. Síðan verður að gera ráð fyrir að ef þessir 4.500 manns hefðu búið áfram á Íslandi, þá hefðu þeir skapað einhver störf, bæði beint og svo óbeint í þjónustu og verslun. Því er forvitnilegt að reikna út frá þeim forsendum hvernig dæmið liti út ef þriðjungur áðurnefnda hópsins væri atvinnulaus, helmingur eða einn fjórði hópsins. Dæmi með þriðjungi atvinnulausra gefur að atvinnulausir væru um 1.150 af 3.450. Atvinnulausir í lok nóvember væru þá 13.504 í stað 12.354. Atvinnuleysið væri þá um 7,6% í stað 7,1%, eða hærra sem næmi hálfu prósentustigi. Ef gert er ráð fyrir að fjórðungur væri atvinnulaus af þeim hópi sem flutti brott gæfi það 7,4% atvinnuleysi. Helmingur hópsins gæfi síðan 7,9% atvinnuleysi. Samkvæmt dæminu hefði atvinnuleysið á Íslandi því verið frá 0,3 og upp í 0,8 prósentustigum hærra ef ekki hefði komið til þessi brottflutningur Íslendinga síðustu þrjú ár. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira