Innlent

Svipað hlutfall og í fyrravetur

Dregið hefur úr notkun nagladekkja síðustu ár þótt hlutfallið í vetur sé svipað og í fyrra.
Dregið hefur úr notkun nagladekkja síðustu ár þótt hlutfallið í vetur sé svipað og í fyrra. Fréttablaðið/Pjetur
Hlutfall negldra hjólbarða á götum Reykjavíkurborgar er nær óbreytt milli ára samkvæmt nýrri talningu. Fram kemur á vef borgarinnar að nú séu 33 prósent ökutækja á negldum dekkum, en í fyrravetur var hlutfallið 32 prósent.

„Þrátt fyrir að færðin nú sé töluvert verri en hún var á þessum tíma í fyrra hefur hlutfallið ekki aukist nema um eitt prósent,“ segir á vef borgarinnar.

Talningin fór fram miðvikudaginn 14. desember síðastliðinn. Á sama tíma á árunum 2008 og 2009 reyndust um það bil 35 prósent bifreiða á negldum dekkjum, en 58 prósent árið 2001. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×