Furðuljós á himnum reyndust vera Iridíumblossar 17. desember 2011 00:00 Iridíumblossi í sólsetrinu. Hægt er að sjá blossana á Íslandi í meðfylgjandi myndbandi. „Þetta var mjög áberandi þegar við keyrðum upp götuna," segir Hjálmar Þór Hjálmarsson sem náði myndum af sérkennilegum ljósum á næturhimninum rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Myndbandið var tekið upp í Mosfellsbæ og er linsunni beint í áttina að Þingvöllum. Hjálmar var að keyra ásamt kærustu sinni þegar hann sá blossa á svörtum himninum og reif þá upp símann og náði myndbandi af furðuljósunum. Hjálmar sendi svo myndbandið á fréttastofuna sem leitaði skýringa á ljósunum. Að sögn Sævars Helga Bragasonar, stjörnufræðingi, urðu Hjálmar og kærasta hans vitni að því þegar gervitunglaklasi kenndur við Iridíum endurvarpaði ljósi frá sólinni. Um er að ræða svokallaða Iridíumblossa. Tunglin eru 66 talsins og ganga um jörðu í 790 kílómetra hæð og fara nálægt heimskautunum. Flest gervitungl nota loftnet sem hafa skálarlögun, en Iridíumtunglin bera annarskonar loftnet sem eru flöt og líta út eins og stórir speglar. Hvert gervitungl hefur þrjú slík loftnet sem endurvarpa sólarljósinu, og ef athugandi lendir í einhverjum geislanna sér maður glampa sem getur verið hundraðfalt bjartari en Venus, sem er skærasta stjarnan á himnum í myrkasta skammdeginu. „Þetta er í raun algengasta ástæðan fyrir því að tilkynnt er um fljúgandi furðurhluti," segir Sævar Helgi og því er ekki undarlegt að fólk verði undrandi þegar það sér ljósin á himnum. Sævar Helgi bætir við að blossarnir séu daglegt brauð. „Eina kúnstin er í raun að vita hvert og hvenær maður á að horfa," segir Sævar Helgi en ferli tunglanna er svo nákvæmlega skrásett að það er hægt að vita með nákvæmri vissu hvenær og hvar næstu blossar verða. Þannig er hægt að sjá annað eins í kvöld klukkan 19:27:21 sé litið til himins í norðvestri. Blossarnir verða þá í 22 gráðum yfir sjóndeildarhring. Þá munu blossarnir aftur lýsa upp himininn í norðaustri klukkan 19:35:57. „Þetta getur líka verið skemmtilegur samkvæmisleikur," segir Sævar Helgi og bætir við að það geti verið skemmtilegt, ef ekki rómantískt, að koma vinum og vandamönnum á óvart og sýna þeim þennan sérkennilega ljósagang. Hægt er að horfa á blossana í myndbandinu sem Hjálmar Þór tók upp í gær hérna. Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta var mjög áberandi þegar við keyrðum upp götuna," segir Hjálmar Þór Hjálmarsson sem náði myndum af sérkennilegum ljósum á næturhimninum rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Myndbandið var tekið upp í Mosfellsbæ og er linsunni beint í áttina að Þingvöllum. Hjálmar var að keyra ásamt kærustu sinni þegar hann sá blossa á svörtum himninum og reif þá upp símann og náði myndbandi af furðuljósunum. Hjálmar sendi svo myndbandið á fréttastofuna sem leitaði skýringa á ljósunum. Að sögn Sævars Helga Bragasonar, stjörnufræðingi, urðu Hjálmar og kærasta hans vitni að því þegar gervitunglaklasi kenndur við Iridíum endurvarpaði ljósi frá sólinni. Um er að ræða svokallaða Iridíumblossa. Tunglin eru 66 talsins og ganga um jörðu í 790 kílómetra hæð og fara nálægt heimskautunum. Flest gervitungl nota loftnet sem hafa skálarlögun, en Iridíumtunglin bera annarskonar loftnet sem eru flöt og líta út eins og stórir speglar. Hvert gervitungl hefur þrjú slík loftnet sem endurvarpa sólarljósinu, og ef athugandi lendir í einhverjum geislanna sér maður glampa sem getur verið hundraðfalt bjartari en Venus, sem er skærasta stjarnan á himnum í myrkasta skammdeginu. „Þetta er í raun algengasta ástæðan fyrir því að tilkynnt er um fljúgandi furðurhluti," segir Sævar Helgi og því er ekki undarlegt að fólk verði undrandi þegar það sér ljósin á himnum. Sævar Helgi bætir við að blossarnir séu daglegt brauð. „Eina kúnstin er í raun að vita hvert og hvenær maður á að horfa," segir Sævar Helgi en ferli tunglanna er svo nákvæmlega skrásett að það er hægt að vita með nákvæmri vissu hvenær og hvar næstu blossar verða. Þannig er hægt að sjá annað eins í kvöld klukkan 19:27:21 sé litið til himins í norðvestri. Blossarnir verða þá í 22 gráðum yfir sjóndeildarhring. Þá munu blossarnir aftur lýsa upp himininn í norðaustri klukkan 19:35:57. „Þetta getur líka verið skemmtilegur samkvæmisleikur," segir Sævar Helgi og bætir við að það geti verið skemmtilegt, ef ekki rómantískt, að koma vinum og vandamönnum á óvart og sýna þeim þennan sérkennilega ljósagang. Hægt er að horfa á blossana í myndbandinu sem Hjálmar Þór tók upp í gær hérna.
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent